Stjórn Gildis-lífeyrissjóðs hefur ákveðið að lækka vexti sjóðfélagalána frá og með mánudeginum 15. júní. Lækkunin nær til allra lánaflokka og bæði grunn- og viðbótarlána.
Á stjórnarfundi Gildis í gær, fimmtudaginn 26. mars, var tekin ákvörðun um að lækka vexti óverðtryggðra sjóðfélagalána um 40 punkta.
Stjórn Gildis hefur ákveðið að vextir óverðtryggðra sjóðfélagalána lækki um 15 punkta og verðtryggðra lána með föstum vöxtum um 10 punkta. Breytingin tekur gildi 5. apríl.
Stjórn Gildis hefur ákveðið að setja 60 milljón króna hámark á þá upphæð sem sjóðurinn lánar í sjóðfélagalán. Einnig hefur verið ákveðið að vextir á óverðtryggðum sjóðfélagalánum lækki um 10 punkta.