Hægt er að ráðstafa hluta eða að öllu leyti iðgjaldi sem er umfram 12% (nú 3,5%) í tilgreinda séreign.
Tilgreind séreign er önnur tegund séreignarsparnaðar en áður hefur boðist og um hana gilda aðrar reglur. Í 22. gr. samþykkta Gildis-lífeyrissjóðs er að finna ákvæði sem gilda um tilgreinda séreign.
Umsóknareyðublöð er að finna hér á vef Gildis. Einnig er hægt að hafa samband við sjóðinn og fá eyðublað sent eða koma og sækja um útgreiðslu. Greitt er út síðasta virka dag mánaðar og þarf umsókn að berast sjóðnum fyrir 21. dag þess mánaðar.
Hjá Gildi er hægt að velja á milli þriggja mismunandi fjárfestingarleiða sem byggjast á samspili ávöxtunar og áhættu ásamt ólíkum þörfum og áhættuvilja sjóðfélaga.
Séreignarsparnaður er séreign viðkomandi sem erfist að fullu til lögerfingja og skiptist milli þeirra eftir reglum erfðalaga. Láti sjóðfélagi ekki eftir sig maka eða börn rennur séreignin til dánarbúsins.