Hálfur lífeyrir

Sjóðfélagar geta sótt um hálfan (50%) ellilífeyri hjá Tryggingastofnun (TR) á móti hálfum lífeyri hjá Gildi og öðrum lífeyrissjóðum frá 65 ára aldri. Meðal skilyrða fyrir slíkri lífeyristökur er að er að sjóðfélagi þarf að vera virkur á vinnumarkaði en þó ekki í meira en hálfu starfi.

Á heimasíðu TR segir eftirfarandi um skilyrði fyrir því að hefja töku á hálfum lífeyri:

  • Að vera 67 ára eða eldri en hægt er að sækja um frá 65 ára gegn varanlegri lækkun greiðslna.
  • Að sótt hafi verið um hálfan ellilífeyri í öllum skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum sem heimila greiðslu hálfs ellilífeyris, bæði innlendum og erlendum. Ef lífeyrissjóður heimilar ekki greiðslu hálfs ellilífeyris þarf TR staðfestingu þess efnis.
  • Að vera virkur á vinnumarkaði en þó ekki í meira en hálfu starfi.

Greiðslur hálfs ellilífeyris frá TR hefjast er stofnunin hefur fengið staðfestingu á að greiðslur hafi hafist hjá þeim lífeyrissjóðum sem heimila greiðslu hálfs ellilífeyris.

Frítekjumörk gagnvart hálfum ellilífeyri má finna hér