Sjóðfélagayfirlit

Rafræn yfirlit, sem sýna meðal annars upplýsingar um iðgjaldagreiðslur sjóðfélaga, eru birt tvisvar á ári á sjóðfélagavef Gildis.

Gildi sendir sjóðfélögum sínum slík sjóðfélagayfirlit annars vegar að vori og hins vegar á haustin með upplýsingum um iðgjaldagreiðslur. Það á að tryggja að sjóðfélagar fylgist með því að iðgjöld séu greidd af launum þeirra til lífeyrissjóðsins.

Frá byrjun árs 2023 hefur sjóðurinn haft þann hátt á að birta þessi sjóðfélagayfirlit rafrænt. Þeir sjóðfélagar sem vilja áfram fá yfirlitin send á pappír geta óskað eftir því með því að fylla út formið „Fá yfirlit sent á pappír" sem finna má neðst (í fæti) hér á heimasíðunni. Ath. að það þarf aðeins að gera einu sinni og þar með verða yfirlitin til framtíðar send á pappír.