Stéttarfélagsgjöld

Um nokkurra ára skeið sá Gildi um innheimtu stéttarfélagsiðgjalda fyrir verkalýðsfélögin Eflingu, Hlíf og Félag Hársnyrtisveina, sem nú er gengið inn í Félag iðn- og tæknigreina (FIT).

Öll þessi félög hafa nú tekið við innheimtunni sjálf og er launagreiðendum bent á að leita beint til þeirra varðandi iðgjaldagreiðslur.