Öflugur bakhjarl sjóðfélaga

Gildi-lífeyrissjóður er öflugur bakhjarl sjóðfélaga þegar breytingar eru framundan. Ertu að láta af störfum vegna aldurs? Hefur starfsgetan minnkað vegna veikinda eða slyss? Viltu hefja séreignarsparnað eða ertu að kaupa fasteign? Við erum hér fyrir þig!

Upplýsingar vegna breytinga á lögum um lífeyrissjóði

Alþingi samþykkti í vor breytingar á lögum um lífeyrissjóði sem taka gildi um næstu áramót. Hér eru upplýsingar um helstu breytingar sem finna má í hinum nýju lögum.

Nánar

Ávöxtun

Hrein nafnávöxtun samtryggingardeildar Gildis á árinu 2021 nam 17,8 % en var 13,6% árið 2020. Hrein raunávöxtun var 12,4% samanborið við 9,7% árið áður.

Góð ávöxtun sjóðsins er fyrst og fremst borin uppi af innlendum og erlendum hlutabréfum og erlendum framtakssjóðum. Innlend skuldabréf skiluðu einnig góðri ávöxtun á árinu 2021.

Gildi leggur áherslu á upplýsingagjöf um eignir sjóðsins, ávöxtun og fjárfestingar.

Hrein nafn- og raunávöxtun fjárfestingarleiða