Öflugur bakhjarl sjóðfélaga

Gildi-lífeyrissjóður er öflugur bakhjarl sjóðfélaga þegar breytingar eru framundan. Ertu að láta af störfum vegna aldurs? Hefur starfsgetan minnkað vegna veikinda eða slyss? Viltu hefja séreignarsparnað eða ertu að kaupa fasteign? Við erum hér fyrir þig!

Lífeyrisgreiðslur hækka

Lífeyrisréttindi allra sjóðfélaga Gildis hækka frá og með 1. janúar 2023 en hækkunin er mismunandi mikil eftir aldri sjóðfélaga. Ástæðan er að nýjar spár gera ráð fyrir að þeir sem yngri eru muni að jafnaði lifa lengur en þeir sem eldri eru og fái því greiddan ellilífeyri í fleiri ár.

Nánar

Ávöxtun

Hrein nafnávöxtun samtryggingardeildar Gildis á árinu 2022 nam -2,2% en var 17,8% árið 2021. Hrein raunávöxtun var -10,6% samanborið við 12,4% árið áður.

Markaðsaðstæður voru erfiðar á árinu 2022 og fáir eignaflokkar skiluðu jákvæðri ávöxtun. Erlend og innlend hlutabréf skiluðu heilt yfir neikvæðri ávöxtun, að undanskildum óskráðum fjárfestingum í hlutabréfum, framtakssjóðum, fasteignasjóðum og innviðasjóðum. Þá leið ávöxtun skuldabréfa sjóðsins fyrir neikvæð áhrif hækkandi vaxtastigs og aukinnar verðbólgu. Styrking erlendra gjaldmiðla gagnvart krónunni dró úr neikvæðri ávöxtun ársins.

Hrein nafn- og raunávöxtun fjárfestingarleiða