Húsnæðislán

Sjóðfélagar sem greitt hafa til samtryggingar- eða séreignardeildar Gildis geta fengið húsnæðislán að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Lántakendur geta valið um mismunandi lánamöguleika, allt eftir því hvað hentar hverjum og einum.

Reiknaðu húsnæðislánið

Með því að slá inn fjárhæð í Kaupverð má stilla upp mismunandi lánum og sjá áætlaða greiðslubyrði og hlutfallstölu kostnaðar út frá mismunandi forsendum. Útreikningurinn er aðeins til viðmiðunar.

Athugið að ekki fæst lán sem nemur hærri fjárhæð en 100% af brunabótamati að viðbættu lóðarmati.

Athugið einnig að lán geta skipst í grunnlán (60%) og viðbótarlán (70%) eftir veðsetningarhlutfalli. Hámarksfjárhæð láns (þ.m.t. viðbótarláns) er 75 milljónir króna.

Nánar um lánaleiðir

Verðtryggt lán

Verðtryggt lán felur almennt í sér lægri greiðslubyrði en óverðtryggt en hægari eignamyndun.
Til að byrja með eru afborganir töluvert lægri af verðtryggðu láni en óverðtryggðu m.v. sömu lánsupphæð.

Jafnar afborganir — jafnar greiðslur

Greiðslubyrði láns með jöfnum afborgunum er meiri til að byrja með en við jafnar greiðslur.
Með jöfnum afborgunum lækkar lán alltaf um sömu fjárhæð í hverjum mánuði og eignamyndun verður því hraðari fyrst um sinn.

Verðtryggt lán með föstum vöxtum

Verðtryggt lán með föstum vöxtum felur í sér fyrirsjáanlegar afborganir og jafnari greiðslubyrði en hægari eignamyndun samanborið við óverðtryggt lán.

Verðtryggt lán með breytilegum vöxtum

Verðtryggt lán með breytilegum vöxtum felur í sér hægari eignamyndum og lægri greiðslubyrði í samanburði óverðtryggt lán.
Á löngum lánstíma má telja víst að vextir hækki eða lækki og þar með breytist greiðslubyrðin. Afborganir láns með breytilegum vöxtum eru því ekki fyrirsjáanlegar út lánstímann

Óverðtryggt lán með breytilegum vöxtum

Óverðtryggt lán með breytilegum vöxtum felur í sér hærri afborganir og hraðari eignamyndun í samanburði við verðtryggt lán.
Á löngum lánstíma má telja víst að vextir hækki eða lækki og þar með breytist greiðslubyrðin. Afborganir láns með breytilegum vöxtum eru því ekki fyrirsjáanlegar út lánstímann.