Lagalegur fyrirvari

Lánareiknivélin byggir á innslegnum upplýsingum notanda og gefnum forsendum varðandi verðbólgu. Þegar um breytilega vexti er að ræða er byggt á þeirri forsendu að vextir haldist óbreyttir. Upplýsingar eru veittar án ábyrgðar. Vakin er athygli á því að ekki er unnt að spá fyrir um þróun verðbólgu eða vaxtakjara (þegar vextir eru breytilegir) og getur raunveruleg greiðslubyrði því verið önnur en reiknivél gefur til kynna. Til þess að kynna sér áhrif slíkra breytinga eru notendur hvattir til þess að slá inn mismunandi vaxta- og verðbólguforsendur. Frekari upplýsingar eru veittar áður en til mögulegrar lántöku kemur, í samræmi við ákvæði laga nr. 118/2016 um fasteignalán til neytenda.