Hefja má töku ellilífeyris milli 60 og 80 ára aldurs. Lífeyririnn er óháður öðrum tekjum og greiddur mánaðarlega til æviloka í samræmi við réttindi hvers og eins. Ólíkt séreignarsparnaði þá felur ellilífeyrir ekki í sér tiltekna inneign sem hefur verið lögð fyrir, heldur byggist á réttindum sem fólk ávinnur sér á starfsævinni.
Almennur ellilífeyrisaldur er 67 ár. Ef greiðslur hefjast fyrr dreifast þær á lengri tíma miðað við meðal lífslíkur og lækka mánaðarlegar greiðslur í samræmi við það. Að sama skapi hækkar mánaðarleg útborgun ef greiðslur hefjast eftir 67 ára aldur.
Sjóðfélagar geta fengið ellilífeyri greiddan samhliða áframhaldandi starfi á vinnumarkaði.
Réttur til ellilífeyris kann að vera hjá fleiri sjóðum en einum. Oftast dugar að sækja um greiðslu lífeyrisins hjá þeim sem síðast var greitt til. Umsóknin er svo send frá viðkomandi lífeyrissjóði til annarra hlutaðeigandi ef óskað er.
Umsókn um ellilífeyri þarf að hafa borist sjóðnum 15. dag desembermánaðar sé óskað eftir að fyrsta greiðsla lífeyris sé næstu mánaðamót þar á eftir.
Ellilífeyrir er framfærslufé sem fólk fær greitt frá almannatryggingum eða lífeyrissjóðum þegar tilteknum aldri er náð. Greitt er til æviloka og ræðst fjárhæðin frá lífeyrissjóði af þeim iðgjöldum sem sjóðfélagi greiðir á starfsævinni og af afkomu sjóðsins.
Upphæð ellilífeyris tekur breytinum eftir því hvenær taka lífeyris hefst. Þannig fær sá sem hefur töku lífeyris 60 ára 44,64% lægri upphæð greidda á mánuði en sá sem hefur töku 67 ára. Sá sem hefur töku lífeyris 70 ára fær hins vegar 25,08% hærri upphæð á mánuði en sá sem hefur töku 67 ára.
Hér má sjá lækkun/hækkun lífeyris eftir því hvenær taka hefst:
Aldur - samtals lækkun:
Lækkun: |
7,1% |
13,5% |
18,9% |
23,9% |
28,5% |
32,7% |
36,5% |
Aldur - samtals hækkun:
Hækkun: |
7,9% |
16,6% |
26,4% |
37,5% |
49,9% |
64,1% |
80,3% |
98,9% |
120,5% |
145,6% |
175,2% |
210,2% |
252,2% |
Réttur til lífeyris kann að vera hjá fleiri sjóðum en einum. Oftast dugar að sækja um greiðslu ellilífeyris hjá þeim sjóði sem síðast var greitt til. Starfsfólk hans sér um að miðla þeim upplýsingum til annarra sjóða eftir því sem við á.
Í Lífeyrisgáttinni á sjóðfélagavef Gildis er hægt að sjá áunnin réttindi hjá samtryggingarsjóðum sem greitt hefur verið í.
Oftast dugar að sækja um greiðslu lífeyrisins hjá þeim sem síðast var greitt til. Eigi sjóðfélagi réttindi í öðrum lífeyrissjóðum er umsóknin send til annarra hlutaðeigandi ef óskað er.
Vakin er athygli á að í lífeyrisgáttinni er hægt að finna upplýsingar um lífeyrisréttindi í öðrum sjóðum, að undanskildum séreignarsparnaði. Hægt er að skoða lífeyrisgáttina á sjóðfélagavef Gildis.