Stefnur og samþykktir

Aðildarfélög Gildis

Tíu stéttarfélög eiga aðild að Gildi. Öllum atvinnurekendum með rekstur í þeim starfsgreinum sem stéttarfélögin tíu hafa gert kjarasamning um, er skylt að greiða lífeyrisiðgjöld starfsmanna sinna til samtryggingar Gildis.

Ásamt stéttarfélögunum tíu eiga Samtök atvinnulífsins aðild að Gildi.

Iðgjöldin eru greidd í þeim hlutföllum sem viðkomandi kjarasamningur greinir. Aðild að Gildi er þannig skyldubundin og óheimilt að greiða í samtryggingarsjóði annarra lífeyrissjóða.