Makalífeyrir
Ef sjóðfélagi fellur frá á eftirlifandi maki rétt til lífeyris í a.m.k. fimm ár. Réttindin byggjast á hjúskap með sjóðfélaga eða óvígðri sambúð sem staðið hefur í a.m.k. tvö ár fyrir andlátið.
Makalífeyrir nemur almennt 50% af réttindum sjóðfélaga. Er hann greiddur að fullu í þrjú ár og að hálfu í tvö ár.
Öryrkjar fá óskertan makalífeyri til 67 ára aldurs. Greiddur er fullur makalífeyrir til tvítugsaldurs yngsta barns sem er nú á framfærslu eftirlifandi maka.
Við nýtt hjónaband eða nýja sambúð falla greiðslur niður.