Samtryggingardeild Gildis var með eignir upp á 908,5 milljarða króna í lok árs 2021. Eignir deildarinnar þróuðust með eftirfarandi hætti á árinu 2021 (ath. að allar tölur eru í milljörðum króna):
*Þar með talið 2,0 milljarða kr. örorkuframlag úr ríkissjóði
Hér fyrir neðan má finna helstu upplýsingar um ávöxtun, eignasamsetningu og fjárfestingastefnu Samtryggingardeildar Gildis. Ítarlegar upplýsingar má finna í ársskýrslum sjóðsins sem hægt er að nálgast hér.
Hrein nafnávöxtun samtryggingardeildar Gildis á árinu 2021 nam 17,8% en var 13,6% árið 2020. Hrein raunávöxtun var 12,4% samanborið við 9,7% árið áður.
Nafnávöxtun erlendra óskráðra hlutabréfa var hæst allra eignaflokka en hún var 51,3% á árinu 2021. Innlend skráð hlutabréf skiluðu 39,1% ávöxtun og innlend óskráð hlutabréf 25,1% ávöxtun, en hin síðarnefndu höfðu skilað lakastri ávöxtun eignaflokka sjóðsins undangengin tvö ár. Nánari upplýsingar um ávöxtun má finna í ársskýrslu sjóðsins.
Meðal nafnávöxtun samtryggingardeildar síðustu fimm árin nemur 11,9% og alls 10,2% síðustu tíu árin.
Meðal raunávöxtun samtryggingardeildar síðustu fimm árin nemur 8,4% og alls 7,1% síðustu tíu árin.
Í fjárfestingarstefnu samtryggingardeildar Gildis fyrir árið 2023 er lagt upp með að auka samanlagt vægi hlutabréfa og draga á móti úr samanlögðu vægi skuldabréfa. Hlutfall innlendra hlutabréfa, skuldabréfa banka og sparisjóða, skuldabréfa fyrirtækja og annarra fjárfestinga er hækkað frá fyrri stefnu en á móti lækkar hlutfall skuldabréfa með ábyrgð ríkisins og erlendra skuldabréfa.
Undir aðrar fjárfestingar í stefnunni heyra erlendir fasteignasjóðir og erlendir innviðasjóðir, auk erlendra vogunarsjóða sem eru í innlausnarferli.
Verðbréfaflokkur | Eignir þann 30.9.2022 | Stefna 2023 | Mismunur | Frávik (lágmark) | Frávik (hámark) |
---|---|---|---|---|---|
INNLÁN | 2,0% | 0,5% | -1,5% | 0,0% | 10,0% |
SKULDABRÉF | 44,4% | 45,0% | 0,6% | 35,0% | 65,0% |
- Skuldabréf með ábyrgð ríkisins | 19,3% | 17,0% | -2,3% | 10,0% | 25,0% |
- Skuldabréf banka og sparisjóða | 6,8% | 7,5% | 0,7% | 3,0% | 11,0% |
- Veðskuldabréf | 8,8% | 10,0% | 1,2% | 2,0% | 16,0% |
- Skuldabréf sveitarfélaga | 2,0% | 2,0% | 0,0% | 0,0% | 5,0% |
- Skuldabréf fyrirtækja | 6,9% | 8,0% | 1,1% | 3,0% | 15,0% |
- Erlendir skammtímasjóðir | 0,0% | 0,0% | 0,0% | 0,0% | 10,0% |
- Erlend skuldabréf | 0,5% | 0,5% | 0,0% | 0,0% | 12,0% |
HLUTABRÉF | 52,4% | 53,0% | 0,6% | 35,0% | 60,0% |
- Innlend hlutabréf | 23,4% | 22,0% | -1,4% | 12,0% | 29,0% |
- Erlend hlutabréf | 28,9% | 31,0% | 2,1% | 19,0% | 39,0% |
AÐRAR FJÁRFESTINGAR | 1,3% | 1,5% | 0,2% | 0,0% | 4,0% |
SAMTALS | 100% | 100% |
Verðbréfasafn Gildis samanstendur af fjölda eigna sem skiptast í mismunandi flokka eftir eðli þeirra. Hér að neðan er veitt innsýn í eignasafn sjóðsins frá nokkrum ólíkum sjónarhornum eins og það stóð í árslok 2021.
Hægt er að kynna sér nánari upplýsingar og sundurliðun safnsins í ársreikningi sjóðsins: