Grunnur að
góðu ævikvöldi

Með lífeyri leggja sjóðfélagar grunn að góðu ævikvöldi. Frá 16–70 ára ber að leggja fyrir til ellilífeyris sem nemur að lágmarki 12% af heildarlaunum launþega. Launþegi leggur til 4% og vinnuveitandi að lágmarki 8%. Hægt er að skoða réttindi í Lífeyrisgáttinni á sjóðfélagavef Gildis.

Lífeyrir

Hverjir eru í Gildi? Hagnýtar upplýsingar

Á sjóðfélagavefnum færðu
innsýn í stöðu áunna rættinda.

Reikna lífeyri

 • Lífeyrir
 • Séreignarsparnaður
 • Tilgreind séreign
Niðurstöður
 • Mánaðarlegur, ævilangur lífeyrir við aldur

  kr.
 • Inneign í séreignarsjóði við aldur

  kr.
 • Mánaðarleg útborgun úr séreignarsjóði í ár

  kr.

Athugið að niðurstöður sýna eingöngu áætlun.

Augnablik…

Skattlagning
lífeyrisgreiðslna

Greiða þarf skatt af lífeyrisgreiðslum eins og hefðbundnum launagreiðslum. Skattþrepin eru tvö.

Af fyrstu 893.713 kr/mán
36,94%

Af fjárhæð umfram 893.713 kr/mán
46,24%

Tilkynna þarf í hvaða skattþrepi tekjuskattsgreiðslur eiga að vera ef heildartekjur lífeyrisþega, frá sjóðnum og öðrum ef við á, eru samtals meira en 893.713 kr á mánuði. Sjóðurinn stendur skil á staðgreiðslu skatta en hver og einn þarf að láta vita hve hátt hlutfall af skattkorti hann vill nýta hjá sjóðnum.

Árið 2018 er persónuafsláttur 53.895 kr/mán og skattleysismörk lífeyrisþega þá 145.899 kr. á mánuði, þ.e. persónuafsláttur deilt með skattprósentu (53.895 kr. ÷ 0,3694).

Sem dæmi má taka að til að greiða ekki skatt af lífeyrisgreiðslum frá sjóðnum sem nema 100.000 kr. á mánuði, þarf að nýta 70% af skattkorti (100.000 kr. × 0,3694 ÷ 53.895 kr. = 0,685).

Lífeyrisþegar geta nýtt allt að 100% af ónýttu skattkorti maka til skattalækkunar. Við fráfall maka geta lífeyris-þegar nýtt skattkort makans í 9 mánuði frá og með andlátsmánuði.

RSK: Ítarlegar upplýsingar um skatta og greiðslur þeirra.