Gildi merki
12. mars 2021

Gildi gerir athugasemd við starfskjarastefnu Arion banka

Gildi mun gera athugasemdir við og greiða atkvæði gegn tillögu stjórnar Arion banka um starfskjarastefnu sem lögð verður fram á aðalfundi félagsins næsta þriðjudag. Í bókun frá Gildi sem lögð verður fram á fundinum segir m.a.: „Stjórn bankans hefur ekki með fullnægjandi hætti rökstutt þörfina og tilgang þess að nýta heimild til þess að koma á fót árangurstengdu launakerfi, aukningu kauprétta og áskriftarréttindum. Laun stjórnenda bankans virðast að mati sjóðsins, þegar tillit er tekið til möguleika á árangurstengdum greiðslum, kaupréttum og áskriftarréttindum, hærri en það sem gengur og gerist hjá öðrum íslenskum bönkum og skráðum fyrirtækjum sem starfa á íslenskum markaði.“

Gildi mun á fundinum einnig greiða atkvæði gegn tillögu um þóknun til stjórnarmanna á þeim grundvelli að fjárhæðir sem þar eru lagðar til séu hærri en það sem gengur og gerist.

Einnig mun Gildi á fundinum greiða atkvæði gegn tillögu um nýjar starfsreglur tilnefningarnefndar á grundvelli fyrirkomulags við val á nefndarmönnum sem kallar að mati sjóðsins á meiri umræðu meðal hluthafa.

Bókun Gildis á aðalfundi Arion banka 2021

  • Lokað föstudaginn 27. maí og mánudaginn 30. maí23. maí 2022
  • Vextir óverðtryggðra sjóðfélagalána hækka23. maí 2022
  • Niðurstöður ársfundar Gildis 202229. apr 2022
  • Dagskrá og fyrirkomulag ársfundar Gildis 202226. apr 2022
Gildi merki

Guðrúnartún 1, 105 Reykjavík
Hafnarstræti 9, 400 Ísafjörður

Almennur opnunartími

Mánudaga – fimmtudaga 09:00 – 16:00

Föstudaga 09:00 – 15:00

Símatími lífeyris-, lána-,
séreignar- og iðgjaldadeildar

Mánudaga – föstudaga 09:00 – 15:00

Sími
515 4700

Netfang
gildi@gildi.is

Kennitala
561195 2779

Póstlisti Gildi
Afþakka pappír

Gildi fyrirmyndar fyrirtæki