27. janúar 2021
Gildi lækkar vexti og hækkar veðhlutfall
Nokkrar breytingar voru gerðar á lánareglum Gildis á fundi stjórnar sjóðsins fimmtudaginn 21. janúar síðastliðinn. Breytingarnar eru eftirfarandi:
- Veðhlutfall lána hækkað í 75% en það var 70% áður. Eftir breytinguna fá sjóðfélagar grunnlán fyrir allt að 65% af virði eignar í stað 60% áður. Ofan á það geta sjóðfélagar fengið viðbótarlán upp í 75% af virði eignar.
- Óverðtryggðir breytilegir vextir lækkaðir um 20 punkta. Þar með eru vaxtakjör óverðtryggðra lána hjá Gildi ein þau allra bestu sem í boði eru.
- Verðtryggðir breytilegir vextir lækkaðir um 10 punkta.
Síðustu mánuði hafa uppgreiðslur lána hjá lífeyrissjóðum verið talsvert umfram nýjar lánveitingar. Með breytingunni á lánareglum og vaxtakjörum nú vill stjórn Gildis bregðast við þessari þróun og bjóða upp á enn hagstæðari lán en áður. Breytingin á veðhlutfalli lána hefur þegar tekið gildi en ný vaxtatafla, sem sjá má hér að neðan, mun taka gildi 5. febrúar næstkomandi.
Grunnlán allt að 65% veðhlutfall | Viðbótarlán 65-75% veðhlutfall | |
Verðtryggt - fastir vextir | 3,10% | 3,85% |
Verðtryggt - breytilegir vextir | 1,80% | 2,55% |
Óverðtryggt - breytilegir vextir | 3,35% | 4,10% |