7. apríl 2021

Dagskrá og fyrirkomulag rafræns ársfundar Gildis 2021

Ársfundur Gildis-lífeyrissjóðs 2021 verður haldinn fimmtudaginn 15. apríl klukkan 17:00. Vegna sóttvarnarráðstafana verður fundurinn að fullu rafrænn (sjá nánari upplýsingar um fyrirkomulag fundar og fundargögn hér fyrir neðan). Vakin er sérstök athygli á að fundinum verður streymt bæði á íslensku og ensku.
 Dagskrá ársfundar


  1. Skýrsla stjórnar

  2. Kynning ársreiknings

  3. Gerð grein fyrir tryggingafræðilegri úttekt, fjárfestingarstefnu og hluthafastefnu

  4. Tillögur til breytinga á samþykktum

  5. Starfskjarastefna – til staðfestingar

  6. Kosning/skipan stjórnar

  7. Ákvörðun launa stjórnarmanna

  8. Kosning nefndar um laun stjórnarmanna

  9. Kjör endurskoðanda eða endurskoðunarfyrirtækis

  10. Önnur mál


 

Vakin er athygli á að allir sjóðfélagar eiga rétt til setu á ársfundinum með málfrelsi og tillögurétti og hafa aðgang að streymi fundarins, gögnum hans og geta þar sent inn fyrirspurnir. Aðeins fulltrúar í fulltrúaráði hafa kosningarétt á fundinum. 
Fyrirkomulag rafræns fundar

Smelltu hér til að komast inn á rafrænt fundarsvæði þar sem streymi fundarins og öll fundargögn er að finna. Þar verður einnig hægt að senda inn fyrirspurnir. ATH. að vefsvæði fundarins opnar ekki fyrr en klukkutíma fyrir fund!

Vakin er athygli á að þegar komið er inn á fundarsvæðið þurfa fundargestir að velja hvort þeir eru í fulltrúaráðinu eða ekki (sjá mynd hér fyrir neðan). Fulltrúar í fulltrúaráði hafa fengið sent notendanafn og lykilorð í tölvupósti og þurfa að skrá sig inn. Aðrir fundargestir smella á „EKKI í fulltrúaráði/Not in representative council“ og komast þá beint inn á fundinn.

 

Kosningar á fundinum verða rafrænar en einungis fulltrúar í fulltrúaráði geta kosið. Innskráningin eins og lýst er hér að ofan er forsenda fyrir því að hægt sé að greiða atkvæði.

Vefsvæði ársfundarins opnar klukkutíma áður en fundur hefst til að þátttakendur hafi örugglega tíma til að skrá sig inn. Gestir eru hvattir til að skrá sig inn eigi síðar en tíu mínútum fyrir fundinn svo hann geti örugglega hafist á tilsettum tíma klukkan 17:00.
Fundargögn


 

Gögn fundarins verða einnig aðgengileg á rafrænu fundarsvæði sem opnar klukkutíma fyrir fund.