9. apríl 2021

Ársskýrsla Gildis

Ársskýrsla Gildis árið 2020 hefur nú verið birt á heimasíðu sjóðsins. Í skýrslunni, sem er 150 blaðsíður að lengd, er að finna ítarlegar upplýsingar um rekstur og stöðu sjóðsins á nýliðnu ári.

Gróflega má skipta skýrslunni í sex hluta en þeir eru ávarp stjórnarformanns, verðbréfamarkaðir, samtryggingardeild, séreignardeild, starfsemi Gildis og ársreikningur. Aftast í skýrslunni má síðan finna yfirlit á ensku.

Vakin er sérstök athygli á að á blaðsíðum 6, 7, 17, 43 og 53 er að finna yfirlitssíður þar sem hægt er á einfaldan hátt að fletta upp á lykiltölum í rekstri sjóðsins á síðasta ári, svo sem ávöxtun, þróun eignasafnsins, kostnaði við rekstur o.s.frv.

Sjóðfélagar eru hvattir til að kynna sér skýrsluna enda er þar að finna upplýsingar um nánast allt sem viðkemur starfsemi sjóðsins. Mikil vinna hefur verið lögð í að setja upplýsingar í skýrslunni fram á einfaldan og skýran hátt í samræmi við stefnu sjóðsins um upplýsingagjöf til sjóðfélaga og almennings.

Ársfundur sjóðsins verður haldinn fimmtudaginn 15. apríl og verður hann rafrænn að þessu sinni vegna þeirra samkomutakmarkana sem í gildi eru. Allar upplýsingar um fundinn, þar á meðal fundargögn, má nálgast hér á heimasíðu sjóðsins.