22. júní 2021
Óverðtryggðir breytilegir vextir hækka
Stjórn Gildis-lífeyrissjóðs hefur ákveðið að hækka óverðtryggða breytilega vexti sjóðfélagalána um tíu punkta frá og með fimmtudeginum 5. ágúst. Vextir óverðtryggðra grunnlána verða eftir breytinguna 3,45% og viðbótarlána 4,20%. Vextir verðtryggðra lána taka ekki breytingum.
Vextir sjóðsins verða eftir breytinguna sem hér segir:
Grunnlán | Viðbótarlán | |
---|---|---|
Óverðtryggð lán (breytilegir vextir) | 3,45% | 4,20% |
Verðtryggð lán (breytilegir vextir) | 1,80% | 2,55% |
Verðtryggð lán (fastir vextir) | 3,10% | 3,85% |