Ársfundur Gildis-lífeyrissjóðs verður haldinn fimmtudaginn 15. apríl klukkan 17:00. Stefnt er að því að fundurinn fari fram á Grand Hótel Reykjavík en vegna Covid 19 er til skoðunar að hafa fundinn að hluta eða fullu rafrænan.
Endanlegt fyrirkomulag fundarins verður auglýst á heimasíðu sjóðsins og í fjölmiðlum um leið og það liggur fyrir.
Dagskrá:
Skýrsla stjórnar
Kynning ársreiknings
Gerð grein fyrir tryggingafræðilegri úttekt, fjárfestingarstefnu og hluthafastefnu
Tillögur til breytinga á samþykktum
Starfskjarastefna - til staðfestingar
Kosning/skipan stjórnar
Ákvörðun launa stjórnarmanna
Kosning nefndar um laun stjórnarmanna
Kjör endurskoðanda eða endurskoðunarfyrirtækis
Önnur mál
Vakin er athygli á að allir sjóðfélagar eiga rétt til setu á ársfundinum með málfrelsi og tillögurétti.