Gildi leggur áherslu á ábyrga starfshætti og góða þjónustu. Sjóðurinn er sá fjölmennasti á landinu þar sem um 280.000 sjóðfélagar eiga réttindi. Gildi starfar samkvæmt lögum um lífeyrissjóði og eftir samþykktum sjóðsins.
Ítarlegar upplýsingar um stöðu, ávöxtun og starfsemi Gildis má finna í ársskýrslum Gildis sem gefnar eru út árlega í aðdraganda ársfundar. Sjóðurinn birtir einnig öll skjöl og kynningar af ársfundum og sjóðfélagafundum. Sjóðurinn leggur áherslu á að svara fyrirspurnum fjölmiðla á skjótan og skýran hátt.
Tíu stéttarfélög eiga aðild að Gildi. Öllum atvinnurekendum með rekstur í þeim starfsgreinum sem stéttarfélögin tíu hafa gert kjarasamning um, er skylt að greiða lífeyrisiðgjöld starfsmanna sinna til samtryggingar Gildis.
Ásamt stéttarfélögunum tíu eiga Samtök atvinnulífsins aðild að Gildi.
Iðgjöldin eru greidd í þeim hlutföllum sem viðkomandi kjarasamningur greinir. Aðild að Gildi er þannig skyldubundin og óheimilt að greiða í samtryggingarsjóði annarra lífeyrissjóða.