Samtryggingardeild Gildis var með eignir upp á 1.116,6 milljarða króna í lok árs 2024. Eignir deildarinnar þróuðust með eftirfarandi hætti á árinu 2024 (ath. að allar tölur eru í milljörðum króna):
*Þar með talið 2,7 milljarða kr. örorkuframlag úr ríkissjóði
Hér fyrir neðan má finna helstu upplýsingar um ávöxtun, eignasamsetningu og fjárfestingastefnu Samtryggingardeildar Gildis. Ítarlegar upplýsingar má finna í ársreikningum og ársskýrslum sjóðsins sem hægt er að nálgast hér.
Hrein nafnávöxtun samtryggingardeildar Gildis á árinu 2024 nam 11,8% en var 6,7% árið 2023. Hrein raunávöxtun var 6,7% samanborið við -1,2% árið áður.
Hreinar fjárfestingartekjur sjóðsins á árinu 2024 voru 119.873 m.kr. samanborið við 63.090 m.kr. árið áður. Árið 2024 var almennt gott á eignamörkuðum þar sem allir eignaflokkar sjóðsins skiluðu jákvæðri raunávöxtun, að undanskildum erlendum skuldabréfum. Í eignasafni sjóðsins skiluðu skráð innlend hlutabréf bestri ávöxtun, en skráð erlend hlutabréf fylgdu þar fast á eftir.
Verðbólga, vaxtakjör og gengisþróun höfðu eins og alltaf mikil áhrif á afkomu sjóðsins. Verðbólga hjaðnaði verulega á árinu og Seðlabanki Íslands hóf vaxtalækkunarferli í árslok eftir fjögurra ára tímabil verðbólgu og hárra vaxta. Í lok árs stóð verðbólga í 4,8% og meginvextir í 8,5%.
Meðal nafnávöxtun samtryggingardeildar síðustu fimm árin nemur 10,0% og alls 8,5% síðustu tíu árin.
Meðal raunávöxtun samtryggingardeildar síðustu fimm árin nemur 3,0% og alls 4,3% síðustu tíu árin.
Gildi er langtímafjárfestir sem hefur það meginmarkmið að tryggja sjóðfélögum sínum bestu mögulegu lífeyrisréttindi og að hámarka lífeyrisgreiðslur til þeirra. Sjóðurinn mótar sér árlega fjárfestingarstefnu þar sem áherslur sjóðsins sem langtímafjárfestis eru skilgreindar. Við mótun og framkvæmd stefnunnar eru hagsmunir sjóðfélaga ávallt hafðir að leiðarljósi.
Við gerð fjárfestingarstefnu er tekið mið af stöðu og horfum á fjármálamörkuðum, bæði innanlands og utan. Einnig eru metnar langtímavæntingar til helstu atvinnugeira, landsvæða, verðbréfaflokka og gjaldmiðla. Í því skyni á sjóðurinn samtal við greiningar- og markaðsaðila, sem er jafnframt hluti af stöðugri greiningarvinnu sjóðsins yfir árið. Endanleg stefna byggir á langtímahorfum og varanlegum ávöxtunartækifærum fremur en skammtímasveiflum á mörkuðum. Með því vill sjóðurinn tryggja að fjárfestingar hans stuðli að traustri og sjálfbærri ávöxtun fyrir sjóðfélaga til framtíðar.
| Frávik (hámark) | |||
|---|---|---|---|
| 10,0% | |||
| 65,0% | |||
| 23,0% | |||
| 12,0% | |||
| 16,0% | |||
| 5,0% | |||
| 15,0% | |||
| 12,0% | |||
| 60,0% | |||
| 29,0% | |||
| 40,0% | |||
| 5,0% | |||
| 100% |
Verðbréfasafn Gildis samanstendur af fjölda eigna sem skiptast í mismunandi flokka eftir eðli þeirra. Hér að neðan er veitt innsýn í eignasafn sjóðsins frá nokkrum ólíkum sjónarhornum eins og það stóð í árslok 2024.
Hægt er að kynna sér nánari upplýsingar og sundurliðun safnsins í ársreikningi sjóðsins: