Samtryggingardeild Gildis var með eignir upp á 983,2 milljarða króna í lok árs 2023. Eignir deildarinnar þróuðust með eftirfarandi hætti á árinu 2023 (ath. að allar tölur eru í milljörðum króna):

*Þar með talið 2,7 milljarða kr. örorkuframlag úr ríkissjóði

Hér fyrir neðan má finna helstu upplýsingar um ávöxtun, eignasamsetningu og fjárfestingastefnu Samtryggingardeildar Gildis. Ítarlegar upplýsingar má finna í ársskýrslum sjóðsins sem hægt er að nálgast hér.

Hrein nafnávöxtun samtryggingardeildar Gildis á árinu 2022 nam 6,7% en var -2,2% árið 2022. Hrein raunávöxtun var -1,2% samanborið við -10,6% árið áður.

Markaðsaðstæður voru krefjandi á árinu 2023 eins og árið áður en þó varð nokkur viðsnúningur á erlendum mörkuðum. Erlend verðbréf sjóðsins skiluðu jákvæðri ávöxtun en styrking krónunnar gagnvart bandaríkjadal og evru dró úr ávöxtun erlendra eigna á árinu. Innlend hlutabréf skiluðu heilt yfir neikvæðri ávöxtun en réttu þó nokkuð úr kútnum undir lok árs. Innlend skuldabréf sjóðsins, sem eru að stærstum hluta verðtryggð, skiluðu jákvæðri ávöxtun en verðbólga tók loks að hjaðna lítillega á seinni helmingi ársins eftir þriggja ára tímabil hækkandi verðbólgu og vaxta.

Ávöxtun samtryggingardeildar 2023

Nafnávöxtun eignaflokka samtryggingardeildar 2023

Nafnávöxtun samtryggingardeildar síðastliðin 10 ár

Meðal nafnávöxtun samtryggingardeildar síðustu fimm árin nemur 10,0% og alls 8,5% síðustu tíu árin.

Raunávöxtun samtryggingardeildar síðastliðin 10 ár

Meðal raunávöxtun samtryggingardeildar síðustu fimm árin nemur 4,1% og alls 4,5% síðustu tíu árin.

Í fjárfestingarstefnu samtryggingardeildar Gildis fyrir árið 2025 er samanlagt vægi hlutabréfa og samanlagt vægi skuldabréfa lítillega breytt frá fyrri stefnu, en vægi skuldabréfa er aukið um 1,5% á kostnað hlutabréfa. Samanlagt vægi skuldabréfa í nýrri stefnu er 46,5%. Hlutfall erlendra skuldabréfa er hækkað um 2,5% frá fyrri stefnu, úr 0,5% í 3% en á móti lækkar hlutfall veðskuldabréfa úr 11% í 10%. Hlutfall innlendra hlutabréfa er lækkað um 2%, úr 22% í 20%. Hlutfall annarra fjárfestinga er hækkað um 0,5% frá fyrri stefnu en undir þann flokk falla erlendir fasteigna- og innviðasjóðir.

Vikmörk í fjárfestingarstefnu eru sett með það að markmiði að auka getu sjóðsins til markvissra viðbragða ef á þarf að halda. Vikmörk eru áfram höfð nokkuð rúm, sem og viðbótartakmarkanir á samanlögðu hlutfalli hlutabréfa og samanlögðu hlutfalli skuldabréfa. Í því endurspeglast meðal annars óvissa um það hvaða fjárfestingarkostir muni standa sjóðnum til boða og í hvaða eignaflokkum þeir kostir verða, bæði innanlands og utan.

Verðbréfaflokkur Eignir þann 30.9.2024 Stefna 2025 Mism. Frávik (lágmark) Frávik (hámark)
INNLÁN OG LAUST FÉ 1,8% 0,5% -1,3% 0,0% 10,0%
SKULDABRÉF 44,0% 46,5% 2,5% 35,0% 65,0%
Skuldabréf með ábyrgð ríkisins 14,7% 15,0% 0,3% 8,0% 23,0%
Skuldabréf banka og sparisjóða 7,1% 8,0% 0,9% 4,0% 12,0%
Veðskuldabréf 10,3% 10,0% -0,3% 2,0% 16,0%
Skuldabréf sveitarfélaga 2,6% 2,5% -0,1% 0,0% 5,0%
Skuldabréf fyrirtækja 7,3% 8,0% 0,7% 3,0% 15,0%
Erlend skuldabréf 2,1% 3,0% 0,9% 0,0% 12,0%
HLUTABRÉF 52,5% 51,0% -1,5% 35,0% 60,0%
Innlend hlutabréf 20,4% 20,0% -0,4% 12,0% 29,0%
Erlend hlutabréf 32,1% 31,0% -1,1% 19,0% 39,0%
AÐRAR FJÁRFESTINGAR 1,6% 2,0% 0,4% 0,0% 5,0%
SAMTALS 100% 100%

Verðbréfasafn Gildis samanstendur af fjölda eigna sem skiptast í mismunandi flokka eftir eðli þeirra. Hér að neðan er veitt innsýn í eignasafn sjóðsins frá nokkrum ólíkum sjónarhornum eins og það stóð í árslok 2023.

Hægt er að kynna sér nánari upplýsingar og sundurliðun safnsins í ársreikningi sjóðsins:

Skuldabréf og hlutabréf

Eignaflokkar

Eignir í íslenskum krónum og erlendri mynt