Hægt er að velja um þrjár mismunandi fjárfestingarleiðir innan séreignardeildar Gildis og heita leiðirnar Framtíðarsýn 1, 2 og 3. Í Framtíðarsýn 1 er stefnt að því að 65% eigna liggi í skuldabréfum og 35% í hlutabréfum. 80% eigna Framtíðarsýnar 2 liggja í skuldabréfum og innlánum en 20% í hlutabréfum. Í Framtíðarsýn 3 liggja allar eignir í verðtryggðum innlánum.
Í stuttu máli er mest áhætta tekin í Framtíðarsýn 1 sem á að tryggja meiri ávöxtun yfir lengri tíma sem aftur þýðir að ávöxtun getur sveiflast. Í Framtíðarsýn 3 eru allar eignir í verðtryggðum innlánum sem þýðir lágmarks áhætta en um leið minnkar vænt langtíma ávöxtun. Áhætta og ávöxtun Framtíðarsýnar 2 liggur þarna á milli.
Það er mismunandi hvaða leið hentar hverjum og einum. Þeir sem ætla að ávaxta yfir langan tíma (áratugi) ættu að skoða Framtíðarsýn 1. Þeir sem ætla að hefja útgreiðslu fljótlega ættu frekar að skoða Framtíðarsýn 3. Þeir sem vilja takmarka áhættu en ná ágætis ávöxtun ættu að skoða Framtíðarsýn 2. Hafirðu frekari spurningar ráðleggjum við þér að hafa samband við sérfræðinga Gildis sem svara frekari spurningum.