Stjórn, nefndir og framkvæmdastjóri

Stjórn Gildis fer með yfirstjórn sjóðsins og ræður framkvæmdast. Endurskoðunar- og áhættunefnd fylgist með áhættustýringu og virkni eftirlits. Innan Gildis starfar einnig nefnd um laun stjórnarmanna.


Stjórn

Átta manns skipa stjórn sjóðsins. Fjórir kjörnir fyrir hönd sjóðfélaga og fjórir tilnefndir af Samtökum atvinnulífsins. Kjörtímabil er tvö ár og er helmingur sæta stjórnarmanna og varamanna undir árlega.

Fulltrúar sjóðfélaga og vinnuveitenda gegna formennsku stjórnar til skiptis eitt ár í senn. Stjórnin fer með yfirstjórn sjóðsins og skal fjalla um allar meiriháttar ákvarðanir er varða stefnumótun og starfsemi Gildis.

Eftirtalin eiga sæti í stjórn Gildis:

Björgvin Jón hefur setið í stjórn Gildis frá árinu 2023 og starfað sem formaður og varaformaður til skiptis frá þeim tíma. Hann er tilnefndur af Samtökum atvinnulífsins og lýkur núverandi kjörtímabili hans árið 2027.

Björgvin hefur sinnt stjórnunarstörfum í sjávarútvegi, iðnaði og þjónustu, ásamt því að starfa sem stjórnunarráðgjafi. Þá hefur hann reynslu af störfum innan fjármálageirans ásamt því að hafa sinnt stjórnarstörfum fyrir félög í ólíkum greinum þ.á m. Hringrás, Norðlenska, TFII og Coripharma. Björgvin starfar í dag sem framkvæmdastjóri Hreinsitækni og tengdra félaga en hann sat áður í stjórn félagsins.

Björgvin er með BS í iðnaðartæknifræði frá Tækniskóla Íslands og próf í útgerðartækni frá Tækniskóla Íslands.

Björgvin er óháður Gildi og hefur ekki hagsmunatengsl við samstarfsaðila eða aðila sem sjóðurinn hefur fjárfest í í skilningi leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja.

Stefán hefur setið í stjórn Gildis frá árinu 2019 og starfað sem formaður og varaformaður til skiptis frá þeim tíma. Hann er kosinn af fulltrúum sjóðfélaga á ársfundi og lýkur núverandi kjörtímabili hans árið 2027.

Stefán hefur sinnt fræða- og kennslustörfum við félagsvísindadeild Háskóla Íslands í yfir fjóra áratugi, þar af lengst með stöðu prófessors. Þá var hann forstöðumaður Borgarfræðaseturs og Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands ásamt því að gegna ýmsum öðrum trúnaðarstörfum þ.á m. sem formaður stjórnar Tryggingastofnunar Ríkisins og sem óháður ráðgjafi í velferðar- og vinnumarkaðsmálum hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins í Brussel (EU Commission, DG-Employment). Stefán starfar í dag sem sérfræðingur hjá Eflingu-stéttarfélagi og sem prófessor emeritus við Háskóla Íslands.

Stefán er með doktorspróf í félagsvísindum frá Oxford háskóla og meistaragráðu í þjóðfélagsfræði frá Edinborgarháskóla.

Stefán er óháður Gildi og hefur ekki hagsmunatengsl við samstarfsaðila eða aðila sem sjóðurinn hefur fjárfest í í skilningi leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja.

Bjarnheiður hefur setið í stjórn Gildis frá árinu 2022. Hún er tilnefnd af Samtökum atvinnulífsins og lýkur núverandi kjörtímabili hennar árið 2026.

Bjarnheiður var formaður Samtaka ferðaþjónustunnar frá 2018-2024 ásamt því að sitja í stjórn Samtaka atvinnulífsins á sama tímabili, þar af sem varaformaður samtakanna á árunum 2022-2024. Bjarnheiður hefur starfað við kennslu á sviði ferðaþjónustu, bæði á framhaldsskóla- og háskólastigi ásamt ráðgjöf við stefnumótun í ferðaþjónustu fyrir ríki og sveitarfélög. Bjarnheiður er eigandi að ferðaþjónustufyrirtækjunum Katla Travel GmbH, Viator Summerhouses GmbH og Katla DMi en hún starfar einnig sem framkvæmdastjóri hins síðastnefnda ásamt því að sitja í Ferðamálaráði og stjórn Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða.

Bjarnheiður er með Diplom Betriebswirt af ferðaþjónustusviði (Master of business administration) frá Fachhochschule Munchen.

Bjarnheiður er óháð Gildi og hefur ekki hagsmunatengsl við samstarfsaðila eða aðila sem sjóðurinn hefur fjárfest í í skilningi leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja.

Inga Jóna hefur setið í stjórn Gildis frá árinu 2025 og situr hún einnig í endurskoðunar- og áhættunefnd sjóðsins. Inga hefur verið varamaður í stjórn sjóðsins frá árinu 2021 og er hún tilnefnd af Samtökum atvinnulífsins og lýkur núverandi kjörtímabili hennar árið 2027.

Inga hefur sinnt stjórnunarstörfum í sjávarútvegi ásamt því að sinna ráðgjöf og verkefnastjórnun á sviði markaðsmála. Þá hefur hún mikla reynslu af stjórnarstörfum fyrir félög í sjávarútvegi auk þess sem hún hefur setið í stjórn Viðskiptaráðs frá árinu 2020. Inga starfar í dag sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Brim.

Inga er iðnrekstrarfræðingur af markaðssviði frá Tækniskóla Íslands auk þess að hafa lokið B.Sc. í alþjóðamarkaðsfræði frá Tækniskóla Íslands. Þá hefur Inga lokið MBA námi frá Háskóla Reykjavíkur með áherslu á hagnýtingu upplýsingatækni í viðskiptum og stjórnun auk þess að hafa lokið diplóma á meistarastigi í jákvæðri sálfræði frá Endurmenntun Háskóla Íslands.

Inga er óháð Gildi og hefur ekki hagsmunatengsl við samstarfsaðila eða aðila sem sjóðurinn hefur fjárfest í í skilningi leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja.

Guðmundur Helgi hefur setið í stjórn Gildis frá árinu 2024. Hann er kosinn af fulltrúum sjóðfélaga á ársfundi og lýkur núverandi kjörtímabili hans árið 2026.

Guðmundur hefur setið í stjórn VM-Félags vélstjóra og málmtæknimanna frá stofnun, þar af sem formaður frá 2018. Áður sat hann í stjórn Vélstjórafélags Íslands í 12 ár. Þá hefur hann setið í fulltrúaráði sjómannadagsráðs auk þess að hafa víðtæka reynslu af nefndum og ráðum á vegum ríkisins vegna málefna tengdum sjávarútvegi. Guðmundur starfar í dag sem formaður VM-Félags vélstjóra og málmtæknimanna auk þess að sitja í miðstjórn ASÍ.

Guðmundur hefur lokið fjórða stigi í vélstjórn frá Vélskóla Íslands auk þess að vera með sveinspróf í vélvirkjun.

Guðmundur er óháður Gildi og hefur ekki hagsmunatengsl við samstarfsaðila eða aðila sem sjóðurinn hefur fjárfest í í skilningi leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja.

Gundega hefur setið í stjórn Gildis frá árinu 2022. Hún er kosin af fulltrúum sjóðfélaga á ársfundi og lýkur núverandi kjörtímabili hennar árið 2026.

Gundega starfaði áður sem myndlistakennari í leikskóla ásamt því að hafa verið formaður ASÍ-Ung. Gundega starfar í dag sem sérfræðingur í kjaramálum hjá Verkalýðsfélaginu Hlíf ásamt því að hafa setið í stjórn verkalýðsfélagsins til fjölda ára, þar af sem varaformaður frá 2021. Þá situr hún jafnframt í stjórn Bjargs íbúðafélags og Starfsafls – Starfsmenntasjóðs.

Gundega er með BS-gráðu í myndlist frá JRRMV college of art.

Gundega er óháð Gildi og hefur ekki hagsmunatengsl við samstarfsaðila eða aðila sem sjóðurinn hefur fjárfest í í skilningi leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja.

Perla Ösp hefur setið í stjórn Gildis frá árinu 2023 og situr hún einnig í endurskoðunar- og áhættunefnd sjóðsins. Hún er kosin af fulltrúum sjóðfélaga á ársfundi og lýkur núverandi kjörtímabili hennar árið 2027.

Perla hefur víðtæka reynslu af störfum innan fjármálageirans m.a. sem framkvæmdastjóri áhættustýringar Landsbankans, sem starfsmaður rannsóknarnefndar Alþingis vegna bankahrunsins og sem starfsmaður Seðlabankans. Perla starfar í dag sem framkvæmdastjóri Eflingar stéttarfélags auk þess að sitja í stjórn Tótal.

Perla er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík auk þess að hafa lokið M.Sc. gráðu í fjárfestingarstjórnun frá Háskólanum í Reykjavík.

Perla er óháð Gildi og hefur ekki hagsmunatengsl við samstarfsaðila eða aðila sem sjóðurinn hefur fjárfest í í skilningi leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja.

Sverrir hefur setið í stjórn Gildis frá árinu 2018. Hann er tilnefndur af Samtökum atvinnulífsins og lýkur núverandi kjörtímabili hans árið 2026.

Sverrir hefur víðtæka reynslu af störfum tengdum fjármálageiranum, þar á meðal sem framkvæmdastjóri Aska Capital, sem aðalhagfræðingur Kaupþings auk ráðgjafarstarfa um hagfræði og efnahagstengd málefni. Þá hefur Sverrir einnig viðtæka reynslu af stjórnarstörfum m.a. hjá Háskólanum í Reykjavík, Myllunni-Brauð og Dansk-íslenska viðskiptaráðinu. Í dag starfar Sverrir sem framkvæmdastjóri EC Consulting og sem stjórnarformaður Pure Arctic IVS.

Sverrir er með doktorspróf í hagfræði frá Kaupmannahafnarháskóla, diplóma í alþjóðahagfræði frá Kiel Institute of World Economics auk þess að hafa lokið meistaragráðu í hagfræði frá Kaupmannahafnarháskóla. Þá hefur Sverrir lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

Sverrir er óháður Gildi og hefur ekki hagsmunatengsl við samstarfsaðila eða aðila sem sjóðurinn hefur fjárfest í í skilningi leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja.



Eftirtalin eiga sæti í varastjórn Gildis:

Tilnefnd af SA 2025.

Kosin á ársfundi 2025.

Tilnefndur af SA 2024

Kosinn til eins árs á ársfundi 2025.



Framkvæmdastjóri

Framkvæmdastjóri annast daglegan rekstur sjóðsins í samræmi við mótaða stefnu og ákvarðanir stjórnar. Framkvæmdastjóri ræður starfsmenn til sjóðsins. Framkvæmdastjóri fer með atkvæði sjóðsins á fundum hlutafélaga sem sjóðurinn á hluti í, nema stjórn ákveði annað í einstökum tilvikum.

Davíð Rúdólfsson hefur verið framkvæmdastjóri Gildis frá ársbyrjun 2024. Hann hefur starfað hjá sjóðnum frá árinu 2008, þar af sem forstöðumaður eignastýringar frá árinu 2010 og sem staðgengill framkvæmdastjóra frá árinu 2016. Áður starfaði Davíð m.a. hjá Íslandsbanka, Kaupþingi og Gnúpi fjárfestingafélagi en hann hefur starfað á fjármálamarkaði frá árinu 2001. Davíð hefur setið í stjórnum ýmissa félaga og í fjárfestingarráðum og hagsmunaráðum ýmissa fjárfestingarsjóða fyrir hönd Gildis á undanförnum árum. Hann situr nú fyrir hönd Gildis í stjórn Jarðvarma slhf. sem stjórnarformaður en hann er auk þess stjórnarmaður í Landssamtökum lífeyrissjóða. Davíð er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands, CFA vottun (Chartered Financial Analyst) og próf í verðbréfaviðskiptum.


Endurskoðunar- og áhættunefnd

Stjórn Gildis skipar þriggja manna endurskoðunar- og áhættunefnd sem starfar í umboði og á ábyrgð hennar. Nefndin fylgist með áhættustýringu og áhættueftirliti sjóðsins og virkni innra eftirlits og endurskoðunar. Hún á að tryggja fylgni við lög og reglur, gera tillögu að ytri endurskoðanda og meta óhæði hans.

Nefndarmenn:

  • Helgi F. Arnarson, formaður
  • Inga Jóna Friðgeirsdóttir.
  • Perla Ösp Ásgeirsdóttir


Nefnd um laun stjórnarmanna

Innan Gildis starfar fjögurra manna nefnd um laun stjórnarmanna, en verkefni hennar er að undirbúa og leggja fram tillögu til ársfundar um laun stjórnar fyrir komandi ár.

Fulltrúar atvinnurekenda:

  • Jón Kristinn Sverrisson
  • Björgvin Jón Bjarnason


Fulltrúar launamanna:

  • Heimir V. Pálmason
  • Þórir Jóhannesson