Með séreignarsparnaði leggur launþegi til hliðar 2 – 4% af launum í hverjum mánuði og fær 2% mótframlag (launahækkun) frá vinnuveitanda. Sparnaðinn má m.a. nota á efri árum eða til að létta sér íbúðakaup.
Miðað við 350.000 kt. laun þá lækka útborguð laun um tæpar 9.000 kr. á mánuði (tæp 106 þkr. á ári og liðlega 3,7 mkr. á 35 árum). Miðað við 4% raunávöxtun skilar það tæplega 19 milljónum króna eftir 35 ár. Það er að segja; upphæðin sem þú leggur til hliðar rúmlega fimmfaldast.