3. apríl 2019

Ársfundur Gildis 2019 og ársskýrsla

Ársfundur Gildis-lífeyrissjóðs verður haldinn klukkan 17.00 fimmtudaginn 11. apríl á Grand Hótel Reykjavík.

Dagskrá:

  1. Skýrsla stjórnar.

  2. Kynning ársreiknings.

  3. Gerð grein fyrir tryggingafræðilegri úttekt, fjárfestingarstefnu og hluthafastefnu.

  4. Starfskjarastefna - til staðfestingar.

  5. Tillögur til breytinga á samþykktum.

  6. Kosning/skipan stjórnar.

  7. Ákvörðun launa stjórnarmanna.

  8. Kosning nefndar um laun stjórnarmanna.

  9. Kjör endurskoðanda eða endurskoðunarfyrirtækis.

  10. Önnur mál.


Á fundinum verður farið ítarlega yfir rekstur og ávöxtun Gildis á árinu 2018. Kynningin byggir á ársskýrslu sjóðsins sem nú liggur fyrir.

 

Önnur fundargögn