Neikvæð áhrif fjárfestingarákvarðana á sjálfbærniþætti
Gildi-lífeyrissjóður tekur ekki tillit til neikvæðra áhrifa fjárfestingarákvarðana á sjálfbærniþætti í skilningi reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/2088, um upplýsingagjöf tengda sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu (SFDR), sem hefur lagagildi hér á landi. Sjóðurinn hyggst við gerð næstu fjárfestingarstefnu taka til skoðunar hvort og að hversu miklu leyti sjóðnum er unnt að taka tillit til neikvæðra áhrifa fjárfestingarákvarðana á sjálfbærniþætti í skilningi framangreindrar reglugerðar. Nánar má fræðast um áherslur sjóðsins hvað varðar áhættur tengdar sjálfbærniþáttum og stjórnarháttum í fjárfestingarstefnu, stefnu um ábyrgar fjárfestingar og hluthafastefnu sjóðsins sem aðgengilegar eru á heimasíðu hans.
Samtryggingardeild, framtíðarsýn 1 og 2 (kafli 1.3. í fjárfestingarstefnu)
Áhættur tengdar sjálfbærni geta verið vegna umhverfis, félagslegra eða stjórnunarlegra þátta sem, ef þær raungerast, geta mögulega haft verulega neikvæð áhrif á virði eigna lífeyrissjóðsins. Lífeyrissjóðurinn hefur sett sér ýmsar stefnur til að stýra áhættum tengdum sjálfbærni s.s. fjárfestingarstefnu, stefnu um ábyrgar fjárfestingar og hluthafastefnu. Fjárhagslegar áhættur tengdar sjálfbærni eru mismunandi milli fjárfestingarkosta og hafa þær mismikið vægi eftir þeim fjárfestingarkostum sem til skoðunar eru hverju sinni líkt og farið er nánar yfir í kafla 1.3. í fjárfestingarstefnu sjóðsins. Þó fjárhagslegar áhættur tengdar sjálfbærni séu þannig hluti af mati á fjárfestingarkosti hverju sinni þá koma slíkar áhættur ekki í veg fyrir að lífeyrissjóðurinn fjárfesti í fjárfestingarkosti þar sem áhætta vegna sjálfbærni er til staðar.
Framtíðarsýn 3
Ekki er horft til áhættu sem tengdar eru sjálfbærni við fjárfestingarákvarðanir hjá Framtíðarsýn 3 þar sem samkvæmt fjárfestingarstefnu fjárfestir deildin eingöngu í verðtryggðum innlánum.