Gildir í 10 ár samfellt og umsækjandi velur upphafstíma. Úrræðið er þríþætt.
Smelltu hér til að kanna stöðu séreignarsparnaðar hjá Gildi-lífeyrissjóði.
Séreignarsparnaður er viðbótarlífeyrissparnaður og séreign viðkomandi. Þetta er einn hagkvæmasti sparnaður sem völ er á. Launþegi sem leggur 2-4% fyrir mánaðarlega af launum sínum fær 2% mótframlag frá vinnuveitanda sem í reynd er þá hrein launauppbót. Líkt og með annan lífeyrissparnað er ekki greiddur skattur af honum fyrr en við útgreiðslu.
Séreignarsparnað er hægt að nýta frá 60 ára aldri með þeim skilyrðum að lágmark tvö ár séu liðin frá fyrstu innborgun. Þá er hægt að taka allt út í einu, fá reglubundnar greiðslur eða stakar þegar þörf krefur.
Hjá Gildi er hægt að velja á milli þriggja mismunandi fjárfestingarleiða sem byggjast á samspili ávöxtunar og áhættu ásamt ólíkum þörfum og áhættuvilja sjóðfélaga.
Séreignarsparnaður hefur ekki áhrif á ellilífeyri og tekjutryggingu frá almannatryggingum.
Séreignarsparnað er hægt að nýta skattfrjálst við kaup á fasteign eða til greiðslu inn á húsnæðislán að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
Séreignarsparnaður er séreign viðkomandi sem erfist að fullu til lögerfingja og skiptist milli þeirra eftir reglum erfðalaga. Láti sjóðfélagi ekki eftir sig maka eða börn rennur séreignin til dánarbúsins.
Ávinningur af séreignarsparnaði er margvíslegur og ótvíræður. Með því að leggja a.m.k. 2% launa í séreign fæst 2% mótframlag frá vinnuveitanda sem jafngildir í raun 2% launahækkun.
Séreignarsparnaður er eitthvert hagstæðasta sparnaðarform sem völ er á og veitir þeim sem það nýta aukið ráðstöfunarfé á efri árum.
Frá 60 ára aldri er hægt að taka heildar inneign út í einu, fá reglubundnar greiðslur eða stakar þegar þörf krefur.