Stuðningur til kaupa á fyrstu fasteign

Gildir í 10 ár samfellt og umsækjandi velur upphafstíma. Úrræðið er þríþætt.

  1. Heimilt er að ráðstafa séreignarsparnaði sem hefur safnast upp á tilteknu tímabili til kaupa á fyrstu fasteign.
  2. Heimilt er að ráðstafa séreignarsparnaði inn á höfuðstól fasteignalás sem tryggt er með veði í fyrstu íbúð og sem tekið var vegna kaupanna.
  3. Heimilt er að ráðstafa séreignarsparnaði til afborgunar á óverðtryggðu láni og inn á höfuðstól láns sem tryggt er með veði í húsnæðinu.


  • Ráðstöfunin er skattfrjáls.
  • Hámarksfjárhæð á ári er 500.000 kr. á einstakling. Hámark 4% frá launþega og 2% frá launagreiðanda.
  • Framlag einstaklings þarf að vera a.m.k. jafn hátt framlagi launagreiðanda.
  • Rétthafi verður að eiga a.m.k. 30% eignarhlut í íbúðarhúsnæðinu og mega kaupendur ekki vera fleiri en tveir.
  • Lögin gilda frá 1. júlí 2017. Þó er heimilt að nýta séreignarsparnað sem safnast hefur upp frá 1. júlí 2014 til kaupa á fyrstu fasteign.
  • Umsóknum skal beint rafrænt til ríkisskattstjóra.

Smelltu hér til að kanna stöðu séreignarsparnaðar hjá Gildi-lífeyrissjóði.


Húsnæðissparnaður

  • Heimilt er að nýta séreignarsparnað til kaupa á húsnæði til eigin nota að uppfylltum ákveðnum skilyrðum (sjá nánari upplýsingar hér).
  • Ráðstöfunin er skattfrjáls.
  • Gildir fyrir greidd iðgjöld vegna launa á tímabilinu 1. júlí 2014 til 30. júní 2023.
  • Einstaklingur getur lagt fyrir að hámarki 500 þús. kr. á ári. Framlag launþega 4% en getur að hámarki verið 333 þús. kr. á ári. Framlag launagreiðanda 2% en getur að hámarki verið 167 þús. kr. á ári.
  • Hjón og einstaklingar, sem uppfylla skilyrði til samsköttunar, geta lagt fyrir að hámarki 750 þús. kr. á ári. Framlag launþega 4% en getur að hámarki verið 500 þús. kr. ári. Framlag launagreiðanda 2% en getur að hámarki verið 250 þús. kr. á ári.
  • Sótt er um á vef ríkisskattstjóra þegar kaupsamningur liggur fyrir.


Séreign inn á lán

  • Skilyrði að lánin séu tryggð með veði í íbúðarhúsnæði til eigin nota.
  • Ráðstöfunin er skattfrjáls.
  • Gildir fyrir greidd iðgjöld vegna launa á tímabilinu 1. júlí 2014 til 30. júní 2023.
  • Umsóknin gildir ekki afturvirkt heldur greiðist séreign inn á lán frá þeim mánuði sem umsókn berst.
  • Einstaklingur getur greitt að hámarki 500 þús. kr. á ári. Framlag launþega 4% en getur að hámarki verið 333 þús. kr. á ári. Framlag launagreiðanda 2% en getur að hámarki verið 167 þús. kr. á ári.
  • Hjón og einstaklingar, sem uppfylla skilyrði til samsköttunar, geta lagt fyrir að hámarki 750 þús. kr. á ári. Framlag launþega 4% en getur að hámarki verið 500 þús. kr. ári. Framlag launagreiðanda 2% en getur að hámarki verið 250 þús. kr. á ári.
  • Sótt er um á vef ríkisskattstjóra þegar kaupsamningur liggur fyrir.


Gott að vita

  • Hvað er séreignarsparnaður?

    Séreignarsparnaður er viðbótarlífeyrissparnaður og séreign viðkomandi. Þetta er einn hagkvæmasti sparnaður sem völ er á. Launþegi sem leggur 2-4% fyrir mánaðarlega af launum sínum fær 2% mótframlag frá vinnuveitanda sem í reynd er þá hrein launauppbót. Líkt og með annan lífeyrissparnað er ekki greiddur skattur af honum fyrr en við útgreiðslu.

  • Hvenær get ég fengið séreignina greidda út?

    Séreignarsparnað er hægt að nýta frá 60 ára aldri með þeim skilyrðum að lágmark tvö ár séu liðin frá fyrstu innborgun. Þá er hægt að taka allt út í einu, fá reglubundnar greiðslur eða stakar þegar þörf krefur.

  • Hvernig er séreignarsparnaður ávaxtaður?

    Hjá Gildi er hægt að velja á milli þriggja mismunandi fjárfestingarleiða sem byggjast á samspili ávöxtunar og áhættu ásamt ólíkum þörfum og áhættuvilja sjóðfélaga.

  • Hefur séreignarsparnaður áhrif á ellilífeyri frá hinu opinbera?

    Séreignarsparnaður hefur ekki áhrif á ellilífeyri og tekjutryggingu frá almannatryggingum.

  • Get ég ráðstafað séreign í húsnæði?

    Séreignarsparnað er hægt að nýta skattfrjálst við kaup á fasteign eða til greiðslu inn á húsnæðislán að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

  • Erfist séreignarsparnaður?

    Séreignarsparnaður er séreign viðkomandi sem erfist að fullu til lögerfingja og skiptist milli þeirra eftir reglum erfðalaga. Láti sjóðfélagi ekki eftir sig maka eða börn rennur séreignin til dánarbúsins.

  • Af hverju ætti ég að leggja fyrir í séreignarsparnað?

    Ávinningur af séreignarsparnaði er margvíslegur og ótvíræður. Með því að leggja a.m.k. 2% launa í séreign fæst 2% mótframlag frá vinnuveitanda sem jafngildir í raun 2% launahækkun.

    Séreignarsparnaður er eitthvert hagstæðasta sparnaðarform sem völ er á og veitir þeim sem það nýta aukið ráðstöfunarfé á efri árum.

    Frá 60 ára aldri er hægt að taka heildar inneign út í einu, fá reglubundnar greiðslur eða stakar þegar þörf krefur.