Réttur til að greiða iðgjald í jafna réttindaávinnslu miðast við 10% af launum ársins 2003 fært til verðlags í dag.
Sjóðfélagar sem voru 25 ára og eldri þann 1. júní 2005 þegar Gildi – lífeyrissjóður hóf starfsemi sína og áttu réttindi í sjóðnum í árslok 2004, er heimilt að greiða iðgjald í jafna réttindaávinnslu, allt að tilteknu hámarki (viðmiðunariðgjaldi), í jafn marga mánuði og viðkomandi hafði greitt iðgjöld til sjóðsins fyrir 42 ára aldur í árslok 2004. Hafi sjóðfélagi hins vegar greitt iðgjöld lengur en 5 ár á umræddu tímabili á hann rétt á að greiða allt að viðmiðunariðgjaldi í jafna réttindaávinnslu til 67 ára aldurs.
Iðgjald sjóðfélaga frá og með 1. júní 2005 sem færist í jafna réttindaávinnslu, svokallað viðmiðunariðgjald, getur hæst orðið jafnhátt 10% iðgjaldi sjóðfélagans vegna ársins 2003 fært til verðlags í dag eða síðasta almanaksárið þar á undan sem iðgjald barst sjóðnum hans vegna. Iðgjald umfram verðbætt viðmiðunariðgjald færist í aldurstengda ávinnslu.