Skattlagning lífeyrisgreiðslna

Tilkynna þarf í hvaða skattþrepi tekjuskattsgreiðslur eiga að vera ef heildartekjur lífeyrisþega, frá sjóðnum og öðrum ef við á, eru samtals meira en 446.136 kr. á mánuði. Sjóðurinn stendur skil á staðgreiðslu skatta en hver og einn þarf að láta vita hve hátt hlutfall af skattkorti hann vill nýta hjá sjóðnum.

Árið 2024 er persónuafsláttur 64.926 kr/mán og skattleysismörk lífeyrisþega þá 206.245 kr. á mánuði.

Lífeyrisþegar geta nýtt allt að 100% af ónýttu skattkorti maka til skattalækkunar. Við fráfall maka geta lífeyrisþegar nýtt skattkort makans í 9 mánuði frá og með andlátsmánuði.

RSK: Ítarlegar upplýsingar um skatta og greiðslur þeirra.

Af tekjum að 446.136 kr/mán
31,48%
Af fjárhæð frá 446.137 til 1.252.501 kr/mán
37,98%
Af fjárhæð yfir 1.252.501 kr/mán
46,28%