Við skerta starfsgetu og tekjuskerðingu vegna örorku getur sjóðfélagi átt rétt á endurhæfingar- eða örorkulífeyri. Til þess þarf örorkan að vera metin 50% eða meira til að minnsta kosti hálfs árs. Greiðslurnar eru tekjutengdar.
Lífeyririnn er greiddur í ákveðinn tíma í samræmi við mat trúnaðarlæknis. Sé örorka ekki varanleg þarf að endurmeta hana reglulega. Ef hún er varanleg breytist örorkulífeyririnn í ellilífeyri við 67 ára aldur.
Við skerta starfsgetu og tekjuskerðingu vegna örorku getur sjóðfélagi átt rétt á endurhæfingar- eða örorkulífeyri. Til þess þarf örorkan að vera metin 50% eða meira til að minnsta kosti hálfs árs og eru greiðslurnar tekjutengdar.
Sjóðfélagi sem verður fyrir orkutapi, sem talið er að svari til 50% örorku eða meira á rétt á örorkulífeyri úr sjóðnum í samræmi við áunnin réttindi skv. 10. gr. og nánari skilmála þessa kafla. Auk áunninna réttinda skv. framanskráðu á sjóðfélagi rétt á örorkulífeyri miðað við framreikning á því, hvað ætla má að hefðu orðið réttindi hans við áframhaldandi iðgjaldsgreiðslur skv. nánari skilmálum þessa kafla. Skilyrði framreikningsréttar eru að sjóðfélaginn hafi:
a: greitt iðgjöld til sjóðsins a.m.k. þrjú af undanfarandi fjórum almanaksárum og a.m.k. kr. 60.000 hvert þessara þriggja ára. Hafi sjóðfélagi unnið reglubundið hlutastarf á tímabilinu skal miða við að lágmarksiðgjald hafi verið a.m.k. kr. 40.000
b: greitt iðgjöld til sjóðsins í a.m.k. sex mánuði á undanfarandi tólf mánuðum
c: orðið fyrir tekjuskerðingu af völdum orkutapsins
d: ekki sjálfur átt sök á orkutapi vegna ofnotkunar áfengis, lyfja eða fíkniefna. Hafi sjóðfélagi skipt um starf og af þeim sökum hafið iðgjaldsgreiðslur til sjóðsins á síðustu 24 mánuðum fyrir orkutap, stofnast ekki réttur til framreiknings í þessum sjóði, ef rekja má starfsskiptin til versnandi heilsufars sem leitt hafi til orkutapsins.
Réttur til lífeyris kann að vera hjá fleiri sjóðum en einum. Oftast dugar að sækja um greiðslu ellilífeyris hjá þeim sjóði sem síðast var greitt til. Starfsfólk hans sér um að miðla þeim upplýsingum til annarra sjóða eftir því sem við á.
Í Lífeyrisgáttinni á sjóðfélagavef Gildis er hægt að sjá áunnin réttindi hjá samtryggingarsjóðum sem greitt hefur verið í.
Oftast dugar að sækja um greiðslu lífeyrisins hjá þeim sem síðast var greitt til. Eigi sjóðfélagi réttindi í öðrum lífeyrissjóðum er umsóknin send til annarra hlutaðeigandi ef óskað er.
Vakin er athygli á að í lífeyrisgáttinni er hægt að finna upplýsingar um lífeyrisréttindi í öðrum sjóðum, að undanskildum séreignarsparnaði. Hægt er að skoða lífeyrisgáttina á sjóðfélagavef Gildis.
Ef sjóðfélagi verður að hætta störfum vegna varanlegrar örorku getur hann sótt um útgreiðslu á sparnaðinum að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.