Ef sjóðfélagi fellur frá á eftirlifandi maki rétt til lífeyris í a.m.k. fimm ár. Réttindin byggjast á hjúskap með sjóðfélaga eða óvígðri sambúð sem staðið hefur í a.m.k. tvö ár fyrir andlátið.

Makalífeyrir nemur almennt 50% af réttindum sjóðfélaga. Er hann greiddur að fullu í þrjú ár og að hálfu í tvö ár.

Öryrkjar fá óskertan makalífeyri til 67 ára aldurs. Greiddur er fullur makalífeyrir til tvítugsaldurs yngsta barns sem er nú á framfærslu eftirlifandi maka.

Við nýtt hjónaband eða nýja sambúð falla greiðslur niður.

Gott að vita

  • Þarf ég að sækja um í öllum lífeyrissjóðum sem ég á réttindi í?

    Oftast dugar að sækja um greiðslu lífeyrisins hjá þeim sem síðast var greitt til. Eigi sjóðfélagi réttindi í öðrum lífeyrissjóðum er umsóknin send til annarra hlutaðeigandi ef óskað er.

    Vakin er athygli á að í lífeyrisgáttinni er hægt að finna upplýsingar um lífeyrisréttindi í öðrum sjóðum, að undanskildum séreignarsparnaði. Hægt er að skoða lífeyrisgáttina á sjóðfélagavef Gildis.

  • Get ég séð hjá hvaða sjóðum ég á réttindi?

    Í Lífeyrisgáttinni á sjóðfélagavef Gildis er hægt að sjá áunnin réttindi hjá samtryggingarsjóðum sem greitt hefur verið í.

  • Get ég átt lífeyrisréttindi í mörgum sjóðum?

    Réttur til lífeyris kann að vera hjá fleiri sjóðum en einum. Oftast dugar að sækja um greiðslu ellilífeyris hjá þeim sjóði sem síðast var greitt til. Starfsfólk hans sér um að miðla þeim upplýsingum til annarra sjóða eftir því sem við á.