Ef sjóðfélagi fellur frá eða verður óvinnufær geta börn hans sem eru innan við 18 ára, átt rétt á barnalífeyri. Hið sama gildir um börn örorkulífeyrisþega sem og börn ellilífeyrisþega hafi þeir fram að ellilífeyri, fengið greiddan örorkulífeyri.

Gott að vita

  • Skilyrði fyrir greiðslu barnalífeyris

    Skilyrði fyrir greiðslu barnalífeyris er að látinn maki/foreldri hafi greitt í sjóðinn í 2 ár á síðustu 3 árum eða í a.m.k. 6 mánuði síðasta árið fyrir fráfall.

    Ef þú ert öryrki og færð greiddan örorkulífeyrir frá sjóðunum áttu rétt á barnalífeyri ef þú hefur greitt í sjóðinn í 2 ár á síðustu 3 árum eða þú átt rétt á framreikningi. Réttur til barnalífeyris fylgir ávallt sömu hlutföllum og örorkulífeyrir og greiðist vegna barna fædd fyrir orkutap eða á næstu 12 mánuðum þar á eftir.

  • Hver fær greiddan barnalífeyri?

    Barnalífeyrir vegna andláts er greiddur inn á reikning barns.

    Barnalífeyrir vegna örorku greiðist örorkulífeyrisþeganum.

  • Get ég séð hjá hvaða sjóðum ég á réttindi?

    Í Lífeyrisgáttinni á sjóðfélagavef Gildis er hægt að sjá áunnin réttindi hjá samtryggingarsjóðum sem greitt hefur verið í.