Lánakjör

Lántakendur geta valið um óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum eða verðtryggð lán með breytilegum eða föstum vöxtum. Fastir vextir fela í sér að vaxtaprósenta lánsins er sú sama allan lánstímann. Kjör einstakra lána má sjá hér:

GRUNNLÁN VIÐBÓTARLÁN
(allt að 60% veðhlutfall) (60-70% veðhlutfall)
VERÐTRYGGÐ fastir vextir 4,30% 5,05%
VERÐTRYGGÐ breytilegir vextir 4,30% 5,05%
ÓVERÐTRYGGÐ breytilegir vextir 9,90% 10,65%

Hagnýtar upplýsingar um:

  • Verðtryggð lán:

    Verðtryggð lán fela almennt í sér lægri greiðslubyrði en óverðtryggð en hægari eignamyndun. Til að byrja með eru afborganir töluvert lægri af verðtryggðum lánum en óverðtryggðum m.v. sömu lánsupphæð.

  • Jafnar afborganir — jafnar greiðslur:

    Greiðslubyrði lána með jöfnum afborgunum er meiri til að byrja með en við jafnar greiðslur. Með jöfnum afborgunum lækkar höfuðstóll láns alltaf um sömu fjárhæð í hverjum mánuði og eignamyndun verður því hraðari fyrst um sinn.

  • Verðtryggð lán með föstum vöxtum:

    Verðtryggð lán með föstum vöxtum fela í sér fyrirsjáanlegar afborganir og jafnari greiðslubyrði en hægari eignamyndun samanborið við óverðtryggð lán.

  • Verðtryggð lán með breytilegum vöxtum:

    Verðtryggð lán með breytilegum vöxtum fela í sér hægari eignamyndum og lægri greiðslubyrði í samanburði við óverðtryggð lán. Á löngum lánstíma má telja víst að vextir hækki eða lækki og þar með breytist greiðslubyrðin. Afborganir lána með breytilegum vöxtum eru því ekki fyrirsjáanlegar út lánstímann.

  • Óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum:

    Óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum fela í sér hærri afborganir og hraðari eignamyndun í samanburði við verðtryggð lán. Á löngum lánstíma má telja víst að vextir hækki eða lækki og þar með breytist greiðslubyrðin. Afborganir lána með breytilegum vöxtum eru því ekki fyrirsjáanlegar út lánstímann.



Vaxtaþróun


Kjör á lánum Gildis taka reglulega breytingum. Hér fyrir neðan má finna upplýsingar um hvernig vextir á verðtryggðum og óverðtryggðum grunnlánum Gildis hafa tekið breytingum frá stofnun sjóðsins árið 2005. Það er stjórn Gildis sem tekur ákvörðun um breytingar á vaxtakjörum sjóðfélagalána.

Verðtryggð lán - breytilegir vextir:


Verðtryggð lán - fastir vextir:


Óverðtryggð lán - breytilegir vextir:*

* Gildi hefur boðið sjóðfélögum upp á óverðtryggð lán frá árinu 2015. Á þeim tíma hafa vextir þróast eins og sjá má á myndinni hér fyrir ofan.