Lánabreytingar eru fyrir sjóðfélaga sem eru með lán hjá Gildi. Eftir útgáfu láns geta komið upp aðstæður sem kalla á breytingar, til dæmis vegna kaupa á nýju húsnæði eða tímabundnar breytingar á tekjum vegna fæðingarorlofs eða atvinnuleysis. Öllum breytingum á lánum þarf að þinglýsa og í sumum tilfellum þarf samþykki frá síðari veðhafa og ef til vill þarf nýtt greiðslumat.
Ert þú að kaupa nýja eign og vilt flytja gamla lánið með þér? Stundum getur verið hagkvæmara að flytja núverandi lán á nýja eign fremur en að taka nýtt lán.
Slíkt fer eftir kjörum núverandi láns og þeim lánamöguleikum sem eru í boði hverju sinni ásamt veðsetningarhlutfalli á nýrri eign.
Skilyrði fyrir veðflutningi er að lán sé í skilum og að veðstaða láns eftir veðflutning fari ekki umfram hámarksveðhlutfall samkvæmt lánareglum sjóðsins. Skuldarar á veðflutta láninu þurfa enn fremur að vera þeir sömu og þinglýstir eigendur á eigninni sem veðflutt er á.
Veðflutningur er háður samþykki sjóðsins!
UMSÓKN: Beiðni um veðflutning
Gögn sem þurfa að fylgja umsókn um veðflutning:
Allir geta lent í þeim aðstæðum að tekjur skerðist tímabundið og átt í erfiðleikum meða að greiða af lánum sínum. Ýmsar leiðir eru mögulegar til að auðvelda hverjum og einum að takast á við minni greiðslugetu. Mikilvægt er að hafa samband tímanlega til að leita leiða sem henta viðkomandi.
Helstu leiðir eru:
UMSÓKN: Beiðni um greiðslufrest lána
Þeir sem vilja skilmálabreyta láni eru beðnir um að hafa samband við lánadeild Gildis í gegnum netfangið lan@gildi.is
Frestun er tímabundið úrræði og hægt að grípa til við vissar aðstæður. Hægt er að óska eftir greiðslufresti á íbúðarlánum frá þremur mánuðum í allt að sex mánuði vegna tímabundinna greiðsluerfiðleika svo sem atvinnuleysis, veikinda eða slysa.
Einnig er möguleiki á að frysta lán vegna tekjuskerðingar í fæðingarorlofi.
Að frysta lán felur í sér að lántaki greiðir ekki af láninu á meðan frysting er í gildi. Vextir og verðbætur bætast við höfuðstólinn og lánið lengist um þann tíma sem frystingu nemur. Hafa ber í huga að greiðslubyrði hækkar þegar greiða á af láninu á ný.
Allar umsóknir um greiðslufrest eru metnar og eru háðar samþykki sjóðsins.
Umsókn: Umsókn um greiðslufrest lána
Eftirfarandi upplýsingar þarf að hafa í huga varðandi umsókn um greiðslufrest:
Eftir að skuldabréf eru gefin út er hægt að óska eftir breytingu á láninu. Hægt er að stytta eða lengja lánstíma. Einnig er hægt að breyta greiðsluformi úr jöfnum afborgunum í jafnar greiðslur eða öfugt. Ef breyting hefur í för með sér meira en 20% hækkun á greiðslubyrði þarf að fara í gegnum greiðslumat.
Beiðni skal berast í tölvupósti lan@gildi.is ásamt gögnum:
Ef óskað er eftir því að bæta við nýjum skuldara eða fella út skuldara af fasteignaláni, þarf í báðum tilvokum að framkvæma greiðslumat. Ef verið er að bæta við skuldara þá þarf sá einstaklingur að vera maki (hjón eða óvígð sambúð) upphaflegs skuldara sem og þinglýstur eigandi eignarinnar.
UMSÓKN: Beiðni um nafnabreytingu á láni
Ath. að sjóðurinn sendir hlekk með greiðslumati í framhaldi af umsókn.
Gögn sem þarf:
Ef gera þarf breytingar á veðréttum sem ganga framar í veðrétti þá þarf að óska eftir veðleyfi eða skilyrtu veðleyfi.
Meginreglan er að veðstaða sjóðsins verði ekki verri og að veðstaða standist kröfur og reglur sjóðsins eins og um nýtt lán sé að ræða.
Lántakandi getur óskað eftir að lán frá þriðja aðila fari fram fyrir veðrétt sjóðsins með því skilyrði að lán sjóðsins verði greidd upp en þá þarf að sækja um skilyrt veðleyfi.
Beiðni skal berast í tölvupósti lan@gildi.is ásamt gögnum:
*Vakin er athygli á að ekki er hægt að hækka lánsupphæð, breyta samsetningu óverðtryggðra/verðtryggðra lána eða breyta vaxtaformi lána með skilmálabreytingu. Ef lántaki vill breyta fyrrnefndum skilmálum lána, þarf að gera það í gegnum endurfjármögnun þar sem sótt er um nýtt lán með nýjum forsendum og eldra lánið greitt upp. Smelltu hér til að lesa þér til um endurfjármögnun (hlekkur á Ný lán flipann).