Launagreiðendum er skylt að senda Gildi skilagreinar um lífeyrisiðgjöld starfsmanna. Þá þarf launagreiðandi eða sjálfstæður atvinnurekandi að tilkynna ef honum ber ekki lengur að standa skil á lífeyrisiðgjaldi, þar sem starfsemi hefur verið hætt eða launþegi hefur látið af störfum.

Gildi lífeyrissjóður L200
Séreignarsjóður Gildis X201
Bankareikningur 0526-26-999
Kennitala Gildis 561195-2779
Gjalddagi iðgjalda 10. dagur næsta mánaðar
Eindagi iðgjalda Síðasti virki mánaðardagur eftir gjalddaga

Gott að vita

  • Verð ég að greiða iðgjald í Gildi?

    Níu stéttarfélög eiga aðild að Gildi auk Samtaka atvinnulífsins. Öllum atvinnurekendum með rekstur í þeim starfsgreinum sem stéttarfélögin níu hafa gert kjarasamning um, er skylt að greiða lífeyrisiðgjöld starfsmanna sinna til samtryggingar Gildis. Óheimilt er að greiða í samtryggingarsjóði annarra lífeyrissjóða.

  • Af hverju greiði ég lífeyrisiðgjald hjá Gildi?

    Samkvæmt lögum er öllum launþegum skylt að eiga aðild að lífeyrissjóði viðkomandi starfsstéttar. Greiðslur í lífeyrissjóð hefjast í næsta mánuði eftir 16 ára afmæli og lýkur í þeim mánuði sem 70 árin eru fyllt.

    Níu stéttarfélög eiga aðild að Gildi auk Samtaka atvinnulífsins. Öllum atvinnurekendum með rekstur í þeim starfsgreinum sem stéttarfélögin níu hafa gert kjarasamning um, er skylt að greiða lífeyrisiðgjöld starfsmanna sinna til samtryggingar Gildis. Óheimilt er að greiða í samtryggingarsjóði annarra lífeyrissjóða.

  • Hvernig greiði ég lífeyrisiðgjald hjá Gildi?

    Launagreiðandi ber ábyrgð á að iðgjöld skili sér. 4% frá launþega og 11,5% frá launagreiðanda.

    Í einstökum kjarasamningum er kveðið á um lægra framlag, t.d. á það við um kjarasamning sjómanna.

  • Hvernig fylgist ég með að iðgjöld skili sér til lífeyrissjóðsins?

    Til að tryggja rétt skil á iðgjaldi þarf launþegi að bera saman launaseðla sína og greiðsluyfirlit frá lífeyrissjóðnum. Verði einhver misbrestur geta lífeyrisréttindi glatast. Á sjóðfélagavef Gildis er einnig að finna upplýsingar um öll iðgjöld sem greidd hafa verið í sjóðinn og yfirlit sem sjóðfélagar hafa fengið send.