Samkvæmt lögum er launafólki skylt að eiga aðild að lífeyrissjóði sinnar starfsstéttar. Sömu lög kveða á um að iðgjald nemi 15,5%. Launþegi leggur þá til 4% og vinnuveitandi 11,5%. Mótframlagið ræðst þó af kjarasamningum og er í einhverjum tilfellum lægra.