26. ágúst 2019
Vextir sjóðfélagalána lækka um 20 punkta
Stjórn Gildis ákvað á fundi sem haldinn var í morgun, 26. ágúst, að lækka breytilega vexti verðtryggðra og óverðtryggðra sjóðfélagalána um 20 punkta. Lækkunin á bæði við um grunnlán og viðbótarlán.
Verðtryggðir breytilegir vextir grunnlána lækka úr 2,7% í 2,5% og viðbótarlána úr 3,45 í 3,25%.
Óverðtryggðir breytilegir vextir grunnlána lækka úr 5,6% í 5,4% og viðbótarlána úr 6,35% í 6,15%.
Lækkunin tekur gildi 5. september næstkomandi.
Eftir breytinguna verður vaxtatafla sjóðsins sem hér segir.
Grunnlán (allt að 60% veðhlutfall) | Viðbótarlán (60 – 70% veðhlutfall) | |
---|---|---|
Verðtryggð lán (fastir vextir) | 3,55% | 4,3% |
Verðtryggð lán (breytilegir vextir) | 2,5% | 3,25% |
Óverðtryggð lán (breytilegir vextir) | 5,4% | 6,15% |