Stjórn Gildis ákvað á fundi í vikunni að lækka breytilega vexti óverðtryggðra sjóðfélagalána um 20 punkta og breytilega vexti verðtryggðra sjóðfélagalána um 15 punkta.
Óverðtryggðir breytilegir vextir grunnlána lækka úr 5,40% í 5,20% og viðbótarlána úr 6,15 í 5,95%.
Verðtryggðir breytilegir vextir grunnlána lækka úr 2,50% í 2,35% og viðbótarlána úr 3,25% í 3,10%.
Lækkunin tekur gildi 5. október næstkomandi.