9. janúar 2017

Vextir á óverðtryggðum sjóðfélagalánum lækka.

Stjórn Gildis-lífeyrissjóðs hefur tekið ákvörðun um lækkun á vöxtum óverðtryggðra sjóðfélagalána Gildis.

Breytilegir vextir óverðtryggðra grunnlána verða 6,15% (voru 6,40%) og breytilegir vextir óverðtryggðra viðbótarlána verða 6,90% (voru 7,15%).

Breytingarnar taka gildi frá og með 15. janúar 2017.

Vextir á verðtryggðum lánum haldast óbreyttir.

Kjör sjóðfélagalána hjá Gildi-lífeyrissjóði eru áfram með þeim hagstæðustu sem bjóðast á íbúðalánamarkaði.