21. nóvember 2019

Vel heppnaður fundur sjóðfélaga og fulltrúaráðs

Um sextíu fulltrúaráðsfulltrúar og sjóðfélagar sátu opinn kynningarfund um málefni Gildis á Grand Hótel Reykjavík í gær. Á fundinum fór Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis, yfir stöðu og starfsemi sjóðsins á fyrstu tíu mánuðum ársins. Þar kom meðal annars fram að hrein eign samtryggingardeildar sjóðsins í lok október nam 638,4 milljörðum króna og hafði hún hækkað um rúmlega 82 milljarða á árinu.Í erindi sínu rakti Árni enn fremur að lánveitingar til sjóðfélaga standa nánast í stað milli ára, bæði í fjölda veittra lána og upphæðum. Þá fór hann yfir hluthafastefnu sjóðsins auk þeirrar miklu áskorunar sem hækkandi lífaldur er fyrir lífeyriskerfið í heild sinni.
Kynningu Árna Guðmundssonar af fundinum má skoða hér.

Í kjölfarið fjallaði Henný Hinz, hagfræðingur ASÍ, um samspil almannatrygginga og lífeyrissjóða.
Kynningu hennar má sjá hér.

Að lokum var komið að Árna Hrafni Gunnarssyni, lögfræðingi Gildis sem fjallaði um fyrirkomulag við val á stjórnarmönnum og hlutverk fulltrúaráðs sjóðsins í því ferli.
Kynning Árna Hrafns.