20. október 2022

Upplýsingar vegna breytinga á lögum um lífeyrissjóði

Alþingi samþykkti í vor breytingar á lögum um lífeyrissjóði og taka breytingarnar gildi um næstu áramót. Þær breytingar sem samþykktar hafa verið eru í stuttu máli þessar.

  • Lögbundið lífeyrisiðgjald hækkar í 15,5% en það var 12% áður.
  • Sjóðfélagar geti ráðstafað allt að 3,5% af launum í tilgreinda séreign. Um hana gilda svipaðar reglur og um hefðbundinn séreignarsparnað (viðbótarlífeyrissparnað) en útborgunarheimildir eru þó heldur þrengri.
  • Nýta má inneign í tilgreindri séreign skattfrjálst til kaupa á fyrstu fasteign að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Ath. að þeir sem ekki hafa átt eigið íbúðarhúsnæði í fimm ár eða lengur geta nýtt þessa heimild laganna.
  • Séreign af lögbundnu lágmarksiðgjaldi verður ekki lengur undanþegin skerðingum frá Tryggingastofnun.

Til skýringar:

Engin breyting er gerð á skattheimtu lífeyrisgreiðslna.

Engin breyting er gerð sem tengist hefðbundnum séreignarsparnaði. Greiðslur úr hefðundinni séreign hafa sem fyrr engin áhrif á greiðslur frá TR

Greiðslur úr tilgreindri séreign munu frá næstu áramótum skerða greiðslur TR eins og um hefðbundnar lífeyrisgreiðslur væri að ræða. Til þess þarf inneignin að vera tekin út eftir að sjóðfélagi er farinn að þiggja lífeyrisgreiðslur frá TR.

Á heimasíðu TR er fjallað um málið og sett upp dæmi um samspil almannatrygginga og greiðslna úr lífeyrissjóðum – sjá hér: Tryggingastofnun | Breytt meðferð séreignarlífeyris