Gildi merki
23. mars 2020

Upplýsingar um lánamál og útgreiðslu séreignarsparnaðar vegna COVID-19

Eins og fram hefur komið mun Gildi koma til móts við þá sem tekið hafa lán hjá sjóðnum og sjá fram á erfiðleika við að standa í skilum vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar og verður svigrúm veitt eftir því sem lög og reglur heimila.

Ath. að sjóðfélagar sem sjá fram á að geta greitt af lánum sínum eru hvattir til að gera það enda verður greiðslum aðeins frestað en þær falla ekki niður. Meðan á greiðslufresti stendur leggjast vextir ofan á höfuðstól sem þýðir að afborganir hækka þegar greiðslufresti lýkur.

Nú er hægt að sækja um greiðslufrest á eftirfarandi hátt: 

  • Rafræn umsókn (krefst rafrænna skilríkja). Veljið lán og „Umsókn um greiðslufrest“
  • PDF skjal. Fyllið út og sendið á netfangið lan@gildi.is

Vakin er athygli á að eftirfarandi kostnaður getur fylgt umsókn um greiðslufrest.

  • Skjalagerðargjald kr. 3.000
  • Veðbandayfirlit kr. 1.200
  • Þinglýsingargjald kr. 2.500
  • Sendingarkostnaður til Íslandsbanka kr. 950

Lánadeild Gildis veitir allar frekari upplýsingar. Netfangið er lan@gildi.is.

Sjóðfélagar eru beðnir um að sýna því skilning að afgreiðsla mála hjá lánadeild sjóðsins tekur lengri tíma en venjulega vegna mikils álags.

Vegna útgreiðslu séreignarsparnaðar

Gildi-lífeyrissjóður undirbýr nú að opna fyrir úttektir á séreignarsparnaði í samræmi við áform ríkisstjórnarinnar þess efnis. Beðið er eftir nákvæmri útfærslu sem mun ekki liggja fyrir fyrr en lög um málið hafa verið afgreidd frá Alþingi. Samkvæmt yfirlýsingu stjórnvalda er verið að undirbúa eftirfarandi:

  • Stefnt er að því að hægt verði að taka á móti umsóknum og byrja að greiða út í apríl 2020.
  • Umsóknarfresti um útgreiðslu ljúki 1. janúar 2021.
  • Hámarksúttekt fyrir einstakling verði 12 milljónir króna.
  • Hámarksgreiðsla á mánuði verði 800.000 krónur.
  • Tekjuskattur er innheimtur af greiðslum úr séreignarsjóði.

Nánari upplýsingar um málið, þar á meðal hvenær og hvernig hægt verður að sækja um útgreiðslur úr séreignardeild Gildis, verða birtar hér á heimasíðu sjóðsins um leið og þær liggja fyrir.

 

  • Lokað föstudaginn 27. maí og mánudaginn 30. maí23. maí 2022
  • Vextir óverðtryggðra sjóðfélagalána hækka23. maí 2022
  • Niðurstöður ársfundar Gildis 202229. apr 2022
  • Dagskrá og fyrirkomulag ársfundar Gildis 202226. apr 2022
Gildi merki

Guðrúnartún 1, 105 Reykjavík
Hafnarstræti 9, 400 Ísafjörður

Almennur opnunartími

Mánudaga – fimmtudaga 09:00 – 16:00

Föstudaga 09:00 – 15:00

Símatími lífeyris-, lána-,
séreignar- og iðgjaldadeildar

Mánudaga – föstudaga 09:00 – 15:00

Sími
515 4700

Netfang
gildi@gildi.is

Kennitala
561195 2779

Póstlisti Gildi
Afþakka pappír

Gildi fyrirmyndar fyrirtæki