Ef lánin sjást ekki með augljósum hætti í skattframtali þá þarf að fara undir „sundurliðunarblað“, merkja viðeigandi og færa þau þaðan yfir í framtalið.
Lán frá okkur hafa tvö lánsnúmer, eitt frá Gildi og annað frá Íslandsbanka sem er innheimtuaðili sjóðsins. Lánanúmerið frá Íslandsbanka er sjáanlegt á greiðsluseðlum og í heimabanka Íslandsbanka. Lánanúmer Gildis er sjáanlegt á sjóðfélagavefnum.
Ath. að fyrir 22.2.2024 var skjalagerðargjald aðeins innheimt einu sinni á hverja umsókn, óháð fjölda lána. Hins vegar, fyrir lán sem gefin voru út 22.2.2024 eða síðar, er skjalagerðargjald rukkað fyrir hvert einstakt lán.
Hægt er að finna kaupnótu lána inni á sjóðfélagavef Gildis en þar kemur fram allur lántökukostnaður ásamt upphæð sem ráðstafað var til að greiða upp eldri lán.