14. febrúar 2025

Starfsstöð Gildis á Ísafirði lokað

Tekin hefur verið ákvörðun um að loka skrifstofu Gildis-lífeyrissjóðs á Ísafirði 31. mars næstkomandi. Ákvörðuninni fylgja ekki upp­sagn­ir.

Gildi bendir sjóðfélögum á stafrænar þjónustuleiðir sjóðsins þar sem nálgast má helstu þjónustuþætti. Á sjóðfélagavef Gildis er hægt að nálgast allar upplýsingar um réttindi í samtryggingardeild, inneign í séreignardeild og tilgreindri séreign, stöðu lána, réttindi í öðrum lífeyrissjóðum (í gegnum lífeyrisgátt), yfirlit um iðgjaldagreiðslur og margt fleira. 

Þá býður starfsfólk Gildis sjóðfélögum aðstoð í gegnum síma og fjarfundi.