Helstu niðurstöður ársuppgjörs 2017 hafa verið birtar. Hrein eign sjóðsins í árslok var 517,3 milljarðar króna og hækkaði um 47,7 milljarða á milli ára.
Hrein eign samtryggingardeildar til greiðslu lífeyris í árslok nam tæplega 512,863 millj.kr. og hækkað um 45,287 m.kr. milli ára. Hrein eign séreignardeildar var 4,468 m.kr. í árslok og hækkaði um 357 m.kr. frá fyrra ári.
Góð afkoma nú skýrist helst af góðri ávöxtun erlendra hlutabréfa, sem hækkuðu um 13,3% í íslenskum krónum á árinu, en einnig skiluðu innlend skuldabréf góðri afkomu. Vægi erlendra eigna nam 32,7% í árslok, samanborið við 27,1% í árslok 2016. Stefna sjóðsins er að auka vægi erlendra eigna enn frekar á komandi árum með það að markmiði að auka áhættudreifingu sjóðsins.
Nánari upplýsingar og yfirlit yfir starfsemi sjóðsins má sjá hér.