3. apríl 2017

Starfsemi Gildis-lífeyrissjóðs 2016

Helstu niðurstöður ársuppgjörs 2016 hafa verið birtar. Hrein eign sjóðsins í árslok var 472 milljarðar króna og hækkaði um tæplega 12 milljarða á milli ára.

Hrein eign samtryggingardeildar til greiðslu lífeyris nam tæplega 468 mö.kr. og hækkað um 11,7 ma.kr. milli ára. Hrein eign séreignardeildar var 4,1 ma.kr. í árslok og hækkaði um 98 m.kr. frá fyrra ári.

Mikil styrking íslensku krónunnar gagnvart helstu myntum hafði neikvæð áhrif á afkomu sjóðsins á árinu en hlutfall eigna í erlendri mynt nam 27,1% í árslok. Nafnávöxtun innlendra hlutabréfa var 2,0% samanborið við 9,0% lækkun Úrvalsvísitölu Nasdaq Iceland (OMXI8). Nafnávöxtun skuldabréfa og innlána var 5,9%.

Nánari upplýsingar og yfirlit yfir starfsemi sjóðsins má sjá hér.