Skrifstofur Gildis-lífeyrissjóðs verða lokaðar þriðjudaginn 24. október í tilefni kvennaverkfalls.
Gildi vill með þessu gefa konum í starfsmannahópnum kost á að taka þátt í baráttudeginum, enda styður sjóðurinn baráttu kvenna fyrir jafnrétti. Sjóðurinn hefur síðust ár sýnt það í verki m.a. með að setja sér ítarlega jafnréttisstefnu auk þess að hafa innleitt vottað jafnlaunakerfi.
Sjóðurinn hvetur að lokum konur til að mæta á baráttufund á Austurvöll klukkan 14 og sýna þannig samstöðu í verki.