25. apríl 2017

Sjóðfélagayfirlit í apríl

Í apríl er sjóðfélagayfirlit gefið út þar sem hver og einn fær upplýsingar um iðgjaldagreiðslur frá vinnuveitanda viðkomandi til lífeyrissjóðs. Áríðandi er að sjóðfélagar beri saman iðgjaldagreiðslur á sjóðfélagayfirlitinu við greidd iðgjöld samkvæmt launaseðlum. Ef það vantar iðgjöld inn á yfirlitið hvetjum við sjóðfélaga til að hafa samband við launagreiðanda og/eða leita til starfsfólks Gildis í síma 515-4700. Einnig er hægt að senda póst á netfangið gildi@gildi.is.

Athugið að ekki er óeðlilegt að greiðslur síðustu tveggja mánaða vanti á yfirlitið vegna þess greiðslufrests sem fyrirtæki hafa.

Þá viljum við minna á sjóðfélagavefinn okkar. Þar getur þú alltaf fengið nýjustu upplýsingar um stöðu þína hjá sjóðnum og aðgang að yfirlitum sem sjóðurinn hefur sent þér. Þar er einnig hægt að afpanta yfirlit á pappír, sem við hvetjum alla til að gera.

Allir sjóðfélagar eiga að vera búnir að fá veflykil að sjóðfélagavefnum. Ef hann er ekki til staðar er hægt að sækja um hann á vefnum eða senda beiðni á netfangið gildi@gildi.is.

Hægt er að fara inn á sjóðfélagavefinn með því að smella hér.