27. mars 2020
Óverðtryggðir vextir sjóðfélagalána lækka
Á stjórnarfundi Gildis í gær, fimmtudaginn 26. mars, var tekin ákvörðun um að lækka vexti óverðtryggðra sjóðfélagalána um 40 punkta. Fyrr í mánuðinum ákvað stjórn sjóðsins að lækka óverðtryggða vexti sjóðsins sem og fasta vexti verðtryggðra lána og bætist lækkunin sem ákveðin var í gær við fyrri lækkun. Breytingar á vaxtakjörum taka allar gildi 5. apríl.’
Vextir sjóðsins verða eftir breytinguna sem hér segir:
Grunnlán | Viðbótarlán | |
---|---|---|
Verðtryggð lán, fastir vextir | 3,45% | 4,20% |
Verðtryggð lán, breytilegir vextir | 2,35% | 3,10% |
Óverðtryggð lán, breytilegir vextir | 4,55% | 5,30% |