29. nóvember 2018
Óverðtryggðir breytilegir vextir hækka
Stjórn Gildis lífeyrissjóðs hefur ákveðið að hækka óverðtryggða breytilega vexti sjóðsins um 0,25% frá og með 5. janúar 2019. Hækkunin nær bæði til grunnlána og viðbótarlána. Vextir á óverðtryggðum breytilegum grunnlánum voru áður 5,55% en hækka í 5,8% og vextir á óverðtryggðum breytilegum viðbótarlánum, sem voru áður 6,3% hækka í 6,55%. Ástæðan fyrir hækkuninni nú liggur meðal annars í nýlegri hækkun stýrivaxta Seðlabankans. Aðrir vextir sjóðsins taka ekki breytingum og mun vaxtatafla sjóðsins líta svona út frá og með 5. janúar næstkomandi:
Grunnlán | Viðbótarlán | |
---|---|---|
Óverðtryggt. Breytilegir vextir | 5,80% | 6,55% |
Verðtryggt. Breytilegir vextir | 2,85% | 3,60% |
Verðtryggt. Fastir vextir | 3,55% | 4,30% |